Expansions: Competition and Conquest in Europe since the Bronze Age

Mörg samfélög manna hafa tekið upp á því að þenjast út með tilheyrandi landvinningum og landnámi. Af hverju gera sum samfélög þetta en önnur ekki? Hér er sett fram kenning sem getur skýrt mörg eða flest þessara tilvika svo sem útþenslu Grikkja á 7. og 6. öld f. Kr., Rómverja, Germana, Víkinga og Evrópu á 19. og 20. öld. Um leið er mótuð sagnfræðileg aðferð þar sem meiri áhersla er lögð á að leiða í ljós almenn sannindi um þróun mannlegra samfélaga fremur en að skýra einstök tilvik

axel_kristinsson.jpg

Axel Kristinsson (f. 1959) er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur sem hefur einkum rannsakað félagspólitíska sögu Íslands á miðöldum og árnýöld. Á síðari árum hefur hann þó einkum fengist við sína eigin útgáfu af makró-sagnfræði þar sem nálgun þróunarfræði og flækjufræði er beitt til að leiða í ljós almenn lögmál um þróun samfélaga. Axel býr í Reykjavík og ræktar tré í tómstundum.

 

 

Bókin er á ensku.

Verð = 3.700 isk + sendingakostnaður

 

Heimasíða: http://www.axelkrist.com/

expansionskapa.jpg

Íslensk menning

Ritröðin Íslensk menning er gefin út á vegum Hins íslenska bókmenntafélags og ReykjavíkurAkademíunnar. Ritstjórar eru Adolf Friðriksson og Jón Karl Helgason. Fimm bækur hafa komið út í þessari ritröð: Arfur og umbylting eftir Svein Yngva Egilsson (1999), Íslenska þjóðríkið eftir Guðmund Hálfdanarson (2001), Skáldið í skriftinni eftir Torfa H. Tulinius (2004), Frigg og Freyja: Kvenleg goðmögn í heiðnum sið eftir Ingunni Ásdísardóttur (2007) og Andlitsdrættir samtíðarinnar: Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness eftir Hauk Ingvarsson.

Hægt er að fá bækurnar sendar með pósti með því að leggja inn pöntun á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Bækurnar fást einnig hjá Bóksölu Stúdenta (Smelltu hér).

 


Íslensk menning V
ANDLITSDRÆTTIR SAMTÍÐARINNAR: Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness
Haukur Ingvarsson

Enda þótt viðamiklar rannsóknir hafi verið gerðar á höfundarverki og ævi Halldórs Laxness hafa síðustu skáldsögur hans, Kristnihald undir Jökli og einkum Innansveitarkronika og Guðsgjafaþula  notið takmarkaðrar athygli meðal fræðimanna. Þessi rannsókn Hauks Ingvarssonar brýtur blað og varpar afar áhugaverðu og nýstárlegu ljósi á þróun skáldsins á sjöunda og áttunda áratugnum. Hann fjallar um viðtökusögu þessara skáldsagna og sýnir fram á hvernig hver ritdómari hefur búið sér til eigin mynd af Halldóri og dæmt nýja bók eftir hann út frá henni. Með greiningu sinni á sögunum varpar hann ljósi á þær nýju og merkilegu tilraunir með skáldsagnaformið sem þær fela í sér og stöðu þeirra meðal annarra verka Halldórs. Tengt þessu er endurmat á Skáldatíma, sem flestir hafa túlkað í ljósi uppgjörs skáldsins við sína pólitísku fortíð. Haukur færir sannfærandi rök fyrir því að Halldór geri þar einnig upp við sína póetísku fortíð, þ.e.a.s. félagslegt raunsæi hinna stóru epísku verka sinna, og leggi drög að þeirri fagurfræði sem búi að baki síðustu skáldsögum hans.

Haukur Ingvarsson er M.A. í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Hann hefur gefið út eina ljóðabók, verið stundakennari við Háskólann og gert fjölda útvarpsþátta um bókmenntir og menningarsögu.


Verð = 4.198 + sendingakostnaður


 

ismeandlit.png

 

 


Íslensk menning IV
FRIGG OG FREYJA: Kvenleg goðmögn í heiðnum sið
Ingunn Ásdísardóttir

Hugmyndir síðari tíma manna um hina fornu, norrænu guði hafa mótast mjög af umfjöllun Snorra Sturlusonar í Snorra-Eddu. Samkvæmt þeim er Frigg æðsta gyðjan, enda eiginkona Óðins og aðrar gyðjur undir hana settar.

Í hinni nýju bók Ingunnar sprettur fram algerlega ný mynd af hinum forna goðaheimi þar sem gyðjurnar, og þó einkum Freyja, skipa miklu stærri sess en bæði Snorri og margir síðari tíma fræðimenn hafa talið. Gagnstætt þeim sýnir Ingunn fram á að átrúnaður á hina fornu frjósemisgyðju Freyju muni hafa verið mikill og útbreiddur um öll Norðurlönd allt fram að kristnitöku. Í ritum sínum gerir Snorri hlut Friggjar mun meiri en Freyju vegna þess að Frigg hentaði betur þeim kristnu siðahugmyndum sem einkenndu samtíma hans en hin lausláta frjósemisgyðja. Í rannsókn Ingunnar riðlast þessi snyrtilega mynd Snorra og jafnframt hrekur Ingunn hugmyndir margra síðari tíma fræðimanna um að Frigg og Freyja hafi í raun verið sama gyðjan.

Rannsókn Ingunnar er þverfagleg. Hún skyggnist í orðsifjar og ævafornar helluristur, kannar fornminjafundi og örnefni á Norðurlöndum. Enn fremur rannsakar hún allar textaheimildir: grísk og latnesk rit, hinar fornháþýsku Merseburgsæringar að ógleymdum eddukvæðum, dróttkvæðum og goðfræðilegu efni í fornum sögum.
Þetta er stórmerkilegt grundvallarfræðirit og um leið aðgengileg og skemmtileg lesning handa öllum þeim sem áhuga hafa á fornum fræðum og heiðnum trúarhugmyndum.

Viltu sjá ritdóm um Frigg og Freyju? Smelltu hér.

Verð = 4.198 + sendingakostnaður


 

 

 


Íslensk menning III
SKÁLDIÐ Í SKRIFTINNI: Snorri Sturluson og Egils saga
Torfi H. Tulinius

Hvers vegna var Egils saga samin og hvaða þýðingu hafði hún í huga lesenda á 13. öld? Hver er Egill og hvernig endurspeglar lýsingin á honum atburði í lífi Snorra Sturlusonar, líklegs höfundar sögunnar? Hér glímir Torfi H. Tulinius við þessar og fleiri hliðstæðar spurningar og leggur fram óvænta lausn á þeirri ráðgátu sem Egils saga óneitanlega er. Það gerir hann með hugvitssamlegri rannsókn á byggingu sögunnar og innihaldi, sem helgast af nýjum skilningi á eðli íslenskrar menningar á Sturlungaöld og tengslum hennar við evrópska miðaldamenningu. Torfi sýnir fram á að Egils saga sé gegnsýrð kaþólskum viðhorfum og þar að auki mun persónulegra verk en áður hefur verið talið. Snorri hafi með sögunni viljað bæta fyrir þær syndir sem hann drýgði í deilum sínum við Sighvat bróður sinn og Sturlu son hans. Hann hafi séð hlutskipti sitt og Egils í ljósi sögu Gamla testamentisins af Davíð konungi. Allir þrír hafi misst frumburð sinni og túlkað það sem refsingu fyrir að hafa lagt á ráð um dauða sinna nánustu keppinauta. Er Egla e.t.v. pólitískt uppgjör Snorra Sturlusonar?

Torfi H. Tulinius dregur fram fjölmargar hliðstæður á milli lýsingarinnar á Agli Skallagrímssyni og ævi Snorra og setur fram ögrandi tilgátur um þær ástæður sem Snorri kann að hafa haft fyrir ritun verksins.

Torfi er prófesor í frönsku og miðaldabókmenntum við Háskóla Íslands og hefur sent frá sér fjölmargar ritsmíðar um fornsögurnar. Þessi fyrsta bók hans um efnið á íslensku hefur ekki aðeins þýðingu fyrir skilning okkar á Egils sögu heldur Íslendingasögum sem bókmenntagrein, enda er hér á ferðinni læsileg og spennandi fræðibók sem bregður óvæntri birtu á Eglu sem eins af stórvirkjum íslenskrar bókmenntasögu.

Skáldið í skriftinni er þriðja bókin í ritröðinni Íslensk menning sem Reykjavíkur-Akademían og Hið íslenska bókmenntafélag standa að. Hinar fyrri eru Arfur og umbylting eftir Svein Yngva Egilsson og Íslenska þjóðríkið – uppruni og endimörk eftir Guðmund Hálfdanarson. Ritstjórar eru Jón Karl Helgason og Adolf Friðriksson.
Kápuhönnun annaðist Snæbjörn Arngrímsson.

Verð = 3.670 + sendingakostnaður


 


 


Íslensk menning II
ÍSLENSKA ÞJÓÐRÍKIÐ: Uppruni og endimörk
Guðmundur Hálfdanarson

Ritið er afrakstur af viðamiklum rannsóknum höfundar á íslenskri þjóðernisstefnu og áhrifum hennar á stjórnmálaþróun hér á landi á nítjándu og tuttugustu öld. Í bókinni er fjallað um helstu forsendur sjálfstæðisbaráttunnar, ólík sjónarmið sem tókust á við mótun íslensks nútímaríkis og þær breytingar sem orðið hafa á þjóðernisvitund Íslendinga á undanförnum áratugum. Guðmundur Hálfdanarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í þeirri róttæku endurskoðun sem nú fer fram á sögu sjálfstæðisbaráttunnar og eðli íslensks þjóðernis. Bók hans er mikilvægt framlag til pólitískrar umræðu á Íslandi á tímum örra breytinga í alþjóðastjórnmálum og vaxandi hnattvæðingar.

Verð = 3.885 + sendingakostnaður

 

 

 


Íslensk menning I
ARFUR OG UMBYLTING: Rannsókn á íslenskri rómantík
Sveinn Yngvi Egilsson

Nítjánda öldin er tímabil rómantísku skáldanna í íslenskum bókmenntum, fagurkera á borð við Jónas Hallgrímsson, Grím Thomsen, Benedikt Gröndal og Gísla Brynjúlfssonar. En þeir voru annað og meira en ljóðrænir sveimhugar og náttúrudýrkendur. Þessi skáld vildu reisa þjóðlega menningu og skáldskap á grunni fornaldarinnar en voru jafnframt í hringiðu evrópskrar sögu og hugmynda. Þau sóttu sér yrkisefni í fornnorrænar goðsagnir, miðaldasögur og íslenska og erlenda frelsisbaráttu. Í ljóðum sínum lofsungu þau sögulega áhrifavalda eins og Napóleon Bónaparte, Lajos Kossuth og Jón Sigurðsson.
Í Arfi og umbyltingu fjallar Sveinn Yngvi Egilsson um úrvinnslu rómantísku skáldanna á bókmenntaarfi miðalda og tengsl þeirra við erlenda skáldjöfra og samtímaviðburði. Bókin veitir ferskum straumum inn í rannsóknir á íslenskri rómantík og fær lesandann til að hugsa á nýjan hátt um ljóðagerð nítjándu aldar.

Verð = 3.564 + sendingakostnaður


 

 


Atvik

Ritröðin Atvik er vettvangur þar sem hugmyndir og rannsóknir eru kynntar með þýðingum og frumsömdum textum í hnitmiðuðum smáritum, handhægum og ódýrum bókum í vasabroti. Atviks-bókunum er ætlað að draga fram athyglisverðar hræringar í menningarlífi hér á landi og erlendis og örva umræðu um knýjandi efni sem tengjast samtímanum. Hægt er að kaupa allar atviksbækurnar á skrifstofu ReykjavíkurAkademíunnar, JL-húsinu, Hringbraut 121, eða fá þær heimsendar. Pantanir berist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að bókunum en áskrifendur fá afslátt.

 


Almenningsálitið er ekki til
Pierre Bourdieu
Ritstjóri er Davíð Kristinsson
Félagsvísindamaðurinn Pierre Bourdieu var einn áhrifamesti hugsuður Frakklands á 20. öld, jafnt innan háskólasamfélagsins sem utan þess. "Við núverandi aðstæður eru skoðanakannanir stjórnvaldstæki. Líkast til er mikilvægasta hlutverk þeirra fólgið í því að koma á þeirri tálsýn að til sé almenningsálit sem samanstandi einfaldlega að samanlögðum skoðunum einstaklinga eða einhvers konar meðalskoðun. Almenningsálitið sem birtist á forsíðum dagblaðanna í formi prósentutalna er hreinn og klár tilbúningur..."

Verð = 2.500 + sendingakostnaður


Að sjá meira
Susan Sontag
Ritstjóri er Hjálmar Sveinsson
Susan Sontag var meðal snjöllustu essayista síðustu áratuga. Ritgerðum hennar var reyndar ekki ætlað að sanna eitt eða neitt eða byggja upp akademíska kenningu um veruleikann. Þær eru miklu frekar knúnar áfram af einstöku næmi fyrir margbreytileika hlutanna eins og þeir birtast okkur – og sterkri réttlætiskennd. Í ritgerðum sínum hnitar hún stóra og smáa hringi í kringum kjarna hvers máls, kjarna sem reynist oft vera siðfræðileg og fagurfræðileg þversögn.

Verð 2.200 + sendingakostnaður


Miðill - Áhrif - Merking
Marshall McLuhan
Ritstjóri er Þröstur Helgason
Marshall McLuhan skaut upp á stjörnuhimin fræðanna á sjöunda áratugnum með frösum um heimsþorpið, stjörnuþoku Gutenbergs og að miðillinn væri merkingin. Á bak við þá bjó óvenjuskörp og afhjúpandi sýn á áhrif fjölmiðla samtímans og upplýsingabyltingarinnar sem enn er verið að vinna úr í alþjóðlegu fræðasamfélagi. Í þessu riti eru birtar þýðingar á fimm grundvallargreinum eftir McLuhan ásamt ítarlegum inngangi um manninn, hugmyndir hans og áhrif.

Verð = 1.900 + sendingakostnaður


Borgarmynstur
Ritstjórar eru Halldór Gíslason og Geir Svanson
Í þessari bók er úrval greina og textabrota, eftir erlenda arkitekta og fræðimenn, um borgina, hugmyndarfræði hennar, hönnun og skipulag. Greinarnar gætu verið lesefni í nýlegri fræðigrein sem nefnd hefur verið „borgarfræði“ eða „urban studies“ enda er tilgangur bókarinnar að veita innsýn í þá fræðigrein.

Verð = 2.200 + sendingakostnaður


Heimspeki verðandinnar. Rísóm, sifjar og innrætt siðferði
Ritstjóri er Geir Svansson.
Efni bókarinnar er „Rísóm“, inngangurinn að Mille Plateaux eftir Gilles Deleuze og Félix Guattari í þýðingu Hjörleifs Finnssonar og ritgerðin „Hvers er Nietzsche megnugur? Um íslenska siðfræði og franska sifjafræði“ eftir Davíð Kristinsson og Hjörleif Finnsson.

Verð = 1.900 + sendingakostnaður


Tíðarandi í aldarbyrjun
Ritstjóri er Þröstur Helgason
Greinar um Tíðaranda í aldarbyrjun birtust í Lesbók Morgunblaðsins á útmánuðum árið 2001. Þessi bók hefur að geyma úrval þessara greina. Þær voru valdar með það í huga að sýna eins konar þverskurð af þeirri mynd tímans sem höfundar drógu upp í greinarflokknum. Höfundarnir eru þekktir íslenskir fræðimenn og einn erlendur.

Verð = 1.900 + sendingakostnaður


Molar og mygla. Um einsögu og glataðan tíma
Ritstjórar eru
Ólafur Rastrick og Valdimar Tr. Hafstein
Carlo Ginzburg, upphafsmaður einsögunnar, er einn greinarhöfunda þessarar Atviksbókar. Verk hans eru meðal annars viðfangsefni greina sagnfræðinganna Davíðs Ólafssonar og Sigurðar Gylfa Magnússonar. Þeir ræða einnig almennt um einsöguna, tengsl hennar við póstmódernismann og íslenska sagnfræði.

Verð = 1.900 + sendingakostnaður


Framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar
Ritstjórar eru Hjálmar Sveinsson og Irma Erlingsdóttir
Þetta er safn greina sem upphaflega birtist í þýska vikuritinu Die Zeit. Hér velta nokkrir þekktustu félagsfræðingar og stjórnmálafræðingar samtímans fyrir sér framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar.

Verð = 1.900 + sendingakostnaður


Frá eftirlíkingu til eyðimerkur
Jean Baudrillard
Róttæk hugsun Um níhílisma Framrás líkneskjanna Getuleysi sýndarveruleikans Samsæri listarinnar Svalar minningar.

Verð = 1.900 + sendingakostnaður


Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar
Walter Benjamin
Fjöldinn hefur nú jafn knýjandi þörf fyrir að færa hlutina "nær" sér bæði í landfræðilegum og mannlegum skilningi og að yfirvinna hið einstæða við hvern viðburð með því að notast við eftirmynd hans.

Verð = 2.200 + sendingakostnaður


Tengt við tímann - Tíu sneiðmyndir frá aldarlokum
Ritstjóri er Kristján B. Jónasson
Tengt við tímann er safn tíu texta þar sem tíu manns reyna að finna taug milli sín og samtímans. Höfundar fjalla um ólíkar, stundum gerólíkar, hliðar á sama viðfangsefni.

Verð = 1.900 + sendingakostnaður


Hægt er að Atviksbækurnar hjá Bóksölu stúdenta. Smelltu hér

Sýnisbækur íslenskrar alþýðumenningar

Sýnisbækur íslenskrar alþýðumenningar er ritröð sem gefin er út á vegum Háskólaútgáfunnar í samvinnu við ritstjóra: Davíð Ólafsson, Má Jónsson og Sigurð Gylfa Magnússon.

Útgefin verk

Hægt er að kaupa bækurnar hjá Bóksölu stúdenta. Smelltu hér

Ástin á tímum ömmu og afa. Bréf og dagbækur Bjarna Jónassonar - kennara, sveitarhöfðingja og samvinnumanns í Húnaþingi á öndverðri 20. öld.

Eftir Önnu Hinriksdóttur. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 14. (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2009).

„Anna! Viltu verða konan mín? Heldurðu að þú getir elskað mig? Jeg bið ekki einungis um hönd þína, jeg bið um hjarta þitt. Eigi jeg ekki enn hug þinn, vonast jeg eftir að geta unnið hann, því ástinni er ekkert ómáttugt."

Bjarni Jónasson (1891-1984) biðlaði fyrst bréfleiðis til Önnu Sigurjónsdóttur (1900-1993) 4. febrúar 1920 og lét ekki hugfallast þótt hann fengi afsvar í fyrstu. Bjarni var kennari, bóndi, fræðimaður og sveitarhöfðingi í Bólstaðarhlíðarhreppi og Anna var húsmóðir á bújörð þeirra hjóna. Í bókinni Ástin á tímum ömmu og afa er ástarsaga þeirra rakin í gegnum fjölda bréfa Bjarna til Önnu og dagbækur hans frá árunum 1908-1926. Bréf Bjarna og dagbækur segja ekki aðeins sögu þeirra hjóna heldur draga einnig upp lifandi mynd af lífi alþýðufólks til sveita og íslensku samfélagi þess tíma.


Eftir skyldu míns embættis. Prestastefnudómar Þórðar biskups Þorlákssonar árin 1675-1697.
Már Jónsson og Gunnar Örn Hannesson tóku saman.
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 13. (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2008).


Þórður biskup Þorláksson í Skálholti hefur fallið í skuggann af forvera sínum Brynjólfi Sveinssyni og eftirmanni Jóni Vídalín. Prestastefnudómar þeirra eru þegar komnir út í ritröðinni. Þórður er einkum kunnur fyrir bók sem hann skrifaði á latínu um Ísland árið 1666, en jafnframt fyrir hljóðfæraleik, garðræktartilraunir og kaup á kryddi erlendis frá. Þórður var einnig dugmikill embættismaður og í bókinni birtast dómar sem hann lét ganga á prestastefnum á Þingvöllum og í héraði. Þeir sýna kirkjustjórn hans og afskipti af siðferði landsmanna, en ekki síst hagi og hegðun presta, sem margir hverjir voru skrautlegir náungar. Bókinni fylgir ítarleg skrá yfir nöfn og atriðisorð.


Í nafni guðdómsins heilagrar þrenningar
Prestastefnudómar Jóns biskups Vídalín árin 1698-1720.
Már Jónsson og Skúli S. Ólafsson tóku saman.
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 12. (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006)

Jón biskup Vídalín er þekktastur fyrir postillu sína sem kom út árin 1718-1720 og hefur alla tíð notið vinsælda vegna innblásturs og ómældrar andagiftar. Hér birtast dómar sem Jón lét ganga á prestastefnum á Þingvöllum. Þeir veita innsýn í kirkjustjórn hans og varpa ljósi á hagi og hegðun presta, en ekki síður á siðferðisástand íslensku þjóðarinnar.
Einnig kemur fram harður og viðvarandi ágreiningur kirkjunnar manna og veraldlegs valds um réttargæslu og landsstjórn.
Bókinni fylgir yfigripsmikil skrá yfir nöfn og atriðisorð.


 


Sjálfssögur.
Minni, minningar og saga.
Höfundur: Sigurður Gylfi Magnússon, gestaritstjóri: Soffía Auður Birgisdóttir.
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 11 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2005)

Aðstandendur Sýnisbókar íslenskrar alþýðumenningar senda nú frá sér elleftu bókina í ritröðinni og nefnist hún Sjáfssögur. Minni minningar og saga og er höfundur hennar Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur. Bókin inniheldur sögur um tilurð og gerð sjálfsins, auk þess sem þar er að finna greiningu á sögunum í sögunum - sjálfsbókmenntum. Sigurður Gylfi kannar hvernig höfundar varðveita minningar sínar, hvernig minnið virkar hjá mannfólkinu - konum og körlum - og hvaða áhrif takmarkanir þess hafa á möguleika samtímans til að fjalla um fortíðina. Hvernig er minningum fólks stjórnað og hverjir hafa hag af því móta sýn þess á liðna tíð?

Í viðauka að bókinni er að finna ítarlega hugtakaskrá þar sem rúmlega 220 hugtök sem koma fyrir rannsókninni eru skilgreind. Bókin er sjálfsstætt framhald af fyrri bók Sigurðar Gylfa, Fortíðardraumar (2004).


 


Guðs dýrð og sálnanna velferð.
Prestastefnudómar Brynjólfs biskups Sveinssonar 1639-1674.
Már Jónsson tók saman.
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 10 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2005)

Brynjólfur biskup Sveinsson er einn af höfðingjum íslenskrar sögu. Þekktastur er hann fyrir harmþrungin örlög dóttur sinnar Ragnheiðar. Farsælli var hann sem embættismaður og hér birtast dómar sem hann lét ganga á prestastefnum á Þingvöllum og víðar um landið allt frá því hann tók við embætti árið 1639 þangað til hann lét af störfum sumarið 1674. Efni dómanna er mjög fjölbreytt. Tekið er á siðferðisbrestum þjóðarinnar og ekki síður prestastéttarinnar, en jafnframt sinnt andlegri velferð landsmanna og réttindi þeirra gagnvart konungi varin. Útgáfunni fylgir yfirgripsmikil skrá yfir nöfn og atriðisorð.


 


Fortíðardraumar.
Sjálfsbókmenntir á Íslandi.
Höfundur: Sigurður Gylfi Magnússon, gestaritstjóri: Guðmundur Hálfdanarson.
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 9 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004)

Fortíðardraumar fjalla með lýsandi dæmum um sjálfsbókmenntir á tuttugustu öld- sjálfsævisögur, endurminningarit, samtalsbækur, skáldævisögur, ævisögur - og helstu einkenni þeirra. Samhengi íslenskra sjálfsbókmennta er útskýrt og hvernig fræðimenn hafa nýtt slík ritverk. Að auki kemur fram með hvaða hætti sjálfið er mótað í dagbókum, bréfum, þjóðlegum fróðleik, viðtölum, minningagreinum, opinberum heimildum og með skynjun heimilda. Nýlegar birtingarmyndir sjálfsins eru rökræddar á gagnrýnin hátt í spegli menningarlegrar orðræðu samtímans.

Í bókarlok er að finna yfirgripsmiklar skrár þeirra Moniku Magnúsdóttur (yfir allar útgefnar sjálfsbókmenntir á 20. öld) og Kára Bjarnason (yfir sjálfið í handritum).


 


Jónsbók.
Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og endurnýjuð um miðja 14. öld en fyrst prentuð árið 1578.
Már Jónsson tók saman.
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 8 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004)

Á alþingi sumarið 1281 var samþykkt ný lögbók fyrir Íslendinga sem unnin var að frumkvæði Magnúsar Hákonarsonar konungs. Bókin var snemma nefnd Jónsbók og segir til um flesta þætti íslensks samfélags. Lýst er þingsköpum, tekið á manndrápum, þjófnaði og öðrum afbrotum, tilgreindar erfðir karla sem kvenna og fjallað um samskipti leiguliða og jarðeigenda, búfjárbeit og verðlag, ásamt mörgu fleiru. Jónsbók var notuð í heild fram á 18. öld og enn er tíundi hluti hennar í gildi. Um miðja 14. öld var bókin endurskoðuð með hliðsjón af nýrri konungsúrskurðum. Í þessari bók birtist sá texti hennar sem eftir það var notaður við dóma og er algengastur í handritum, en birtist jafnframt í prentaðri útgáfu verksins árið 1578.


 


Landsins útvöldu synir.
Ritgerðir skólapilta Lærða skólans í íslenskum stíl 1846-1904.
Bragi Þorgrímur Ólafsson tók saman.
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 7 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004)

Hér er að finna úrval ritgerða í íslenskum stíl eftir skólapilta Lærða skólans á árunum 1846-1904. Ritgerðarefnin eru afar fjölbreytt og endurspegla tíðarandann á skemmtilegan hátt. Piltarnir lýsa sínum heimaslóðum og hversdagslegum viðburðum en taka jafnframt afstöðu til ýmissa þjóðfélagsmála. Fjallað er um framtíð þjóðarinnar, Vesturferðir, hjátrú og vantrú, lífið í Reykjavík, tísku og glæsileika, dyggði og lesti, svo fátt eitt sé nefnt. Meðal höfunda eru skólapiltar sem síðar urðu þjóðþekktir menn. Má þar nefna Hannes Hafstein, Einar Benediktsson, Matthías Jochumsson og Gest Pálsson, sem ásamt öðrum skólapiltum voru álitnir "landsins útvöldu synir".


 

 


Til merkis mitt nafn.
Dómabækur Markúsar Bergssonar sýslumanns Ísafjarðarsýslu 1711-1729.
Már Jónsson tók saman.
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 6 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2003)

Dómabækur sýslumanna eru undraverð heimild um mannlíf og hugarfar á fyrri öldum. Þar birtast ástir og ógæfa, átök og illmælgi, óhlýðni og undirferli, en jafnframt sést hvernig yfirvöld beittu hörðum refsingum í því skyni að halda uppi aga. Hér má lesa dómabækur Markúsar Bergssonar sýslumanns á öndverðri 18. Öld og fylgjast með ótrúlegu umstangi og víðfeðmu verksviði hans í stóru og ógreiðfæru umdæmi. Úgáfan er unnin í samvinnu við Sögufélag Ísfirðinga.


 


Burt- og meir en bæjarleið.
Dagbækur og persónuleg skrif Vesturheimsfara á síðari hluta 19. aldar.
Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon tóku saman.
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 5 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2001)

Sagnfræðingarnir Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon tóku bókina saman og rita báðir ítarlega inngangskafla að henni. Í inngangi sínum fjallar Sigurður Gylfi um stöðu og þróun innflytjendarannsókna hér heima og erlendis og ræðir möguleika framhaldsrannsókna á því fræðasviði. Davíð ræðir í inngangi sínum uppbyggingu bókarinnar og valið á heimildamönnum, gildi persónulegra heimilda fyrir sagnfræðirannsóknir auk þess að setja sýnishornin í samhengi við þjóðfélagsþróun á síðari hluta nítjándu aldar.


 

Í raun má segja að Austur-Íslendingar og Vestur-Íslendingar séu viðfangsefni þessarar bókar. Vesturheimsferðirnar á síðari hluta nítjándu aldar höfðu í för með sér einhver mestu umskipti sem átt hafa sér stað í Íslandssögunni en þá tóku sig upp um 20 þúsund einstaklingar og fluttu í aðra heimsálfu.

Í bókinni Burt - og meir en bæjarleið birtast valdir kaflar úr dagbókum nokkurra Íslendinga sem fluttu vestur um haf til Kanada og Bandaríkjanna á síðasta fjórðungi nítjándu aldar auk bréfa og sjálfsævisögukafla Vesturheimsfara. Í dagbækurnar skráðu þeir hluta af lífi sínu heima í gamla landinu, búferlaflutningana og reynslu innflytjandans í nýjum heimi. Í dagbókunum blandast saman skráningar á hversdagslegum athöfnum og stórviðburðum í lífi einstaklinganna.


Orð af eldi.
Bréfasamband Ólafar Sigurðardóttur á Hlöðum og Þorsteins Erlingssonar á árunum 1883-1914.
Erna Sverrisdóttir tók saman.
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 4 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2000).

Hvað vitum við um skáldin?
Allt sem vita þarf, kann einhver að segja. Við þekkjum ljóðin þeirra og sögu.
Fullyrt er að eftir lestur þessarar bókar viljum við vita meira!

Þorsteinn Erlingsson og Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum bundust óvenju stekum tilfinningaböndum sem þau treystu í bréfum sínum. Á þeim vettvangi, sem var persónulegur og geymdi táknmál tilfinninga þeirra, létu þau í ljósi skoðanri sem erfitt gat verið að birta opinberlega. Ást þeirra var þó ekki blind. Hún var mörkuð af þeirri staðreynd að þau unnu mökum sínum og fjölskyldum.


 

Bók þessi geymir bréfaskipti Þorsteins og Ólafar á árunum 1883-1914; bréf Þorsteins hafa verið kunn en nú eru bréf Ólafar í fyrsta skipti aðgengileg. Þau sýna hvernig fólk tjáði sín dýpstu leyndarmál innan hins knappa forms bréfanna. Fyrir skáldin tvö var þetta eina færa leið tímans þar sem ár og fjöll skildu þau ævinlega að.

Elskulega móðir mín, systir, bróðir, faðir og sonur.
Fjölskyldubréf frá 19. öld.
Sigrún Sigurðardóttir tók saman.
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 3 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1999).

Bókin Elskulega móðir mín er heimildarrit sem varpar ljósi á bréfaskipti reykvískrar alþýðufjölskyldu á síðari hluta 19. aldar. fietta var fjölskylda þeirra Jóns Jónssonar Borgfirðings og Önnu Guðrúnar Eiríksdóttur, en þau hjón héldu uppi um margra ára skeið samfelldum bréfaskiptum við börn sína sem mörg sigldu til Kaupmannahafnar til að afla sér menntunar eða lækninga. Aðaláherslan er á börn þeirra hjóna en þau skrifuðu hvert öðru þegar lönd og höf skildu að og er bréfasafn fjölskyldunnar gríðarlegt að vöxtum. Texti þeirra veitir ótrúlega nákvæma innsýn í líf ungsfólks á fyrir tíð. Hlutskipti barnanna varð ólíkt; nokkur komust til mikilla metorða en önnur náðu illa að fóta sig á hálli braut lífsins. fiekktust þeirra systkina urður þau Guðrún Borgfjörð sem vann hjá fjölskyldunni nær alla tíð en varð þjóðkunn


 

þegar sjálfsævisaga hennar kom út um miðja 20. öldina, Klemes Jónsson landritari og síðar ráðherra og Finnur Jónsson prófessor í norrænum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla. Bókin fjallar um sögu þessa fólks, foreldra og systkina og glímu þeirra við gleði og sorg. Bókin er hugsuð sem skemmtilesning fyrir áhugafólk um sögu og menningu fyrri aldar sem og fræðimenn sem hugsanlega sjá sér hag í að nýta sér heimildir á borð við þessar í rannsóknum sínum.

Kraftbirtingarhljómur Guðdómsins.
Dagbók, sjálfsævisaga, bréf og kvæði Magnúsar Hj. Magnússonar, skáldsins á Þröm.
Sigurður Gylfi Magnússon tók saman.
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 2 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1998).

Hér er í fyrsta sinn birt sýnishorn úr persónulegum gögnum Magnúsar Hj. Magnússonar- dagbók hans, sjálfsævisögu og bréfum. Magnús var fyrirmynd Ólafs Kárasonar Ljósvíkings í Heimsljósi Halldórs Kiljans Laxness. Halldór nýtti sér þessar heimildir ótæpilega við samningu Heimsljóss og afar fróðlegt er að kynnast frumheimildum að bók hans. Magnús sjálfur var einstakur maður sem átti ávallt á brattann að sækja. Æviferill hans gefur ótrúlega innsýn í hugsunarhátt fólks í kringum aldamótin síðustu. Magnús glímdi við óréttlæti heimsins á öllum vígstöðvum og varðist því á sinn sérstaka hátt; með því að segja sögu sína jafnóðum í dagbókinni í þeirri von að síðari tíma menn gerðu sér betur grein fyrir stöðu lítilmagnans. Kraftbirtingarhljómur Guðdómsins má því með réttu kalla varnaræðu Magnúsar.


 

Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur ritar ítarlegan inngang að bókinni sem hann nefnir "Magnús og mýtan", en þar segir hann sögu Magnúsar í grófum dráttum, ræðir gildi þessara tilteknu heimildar fyrir sagnfræðirannsóknir og hugleiðir stöðu sagnfræðinnar, meðal annars í ljósi póstmódernískra áhrifa.

Bræður af Ströndum.
Dagbækur, ástarbréf, almenn bréf, sjálfsævisaga, minnisbækur og samtíningur frá 19. öld.
Sigurður Gylfi Magnússon tók saman.
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1997).

Bókin Bræður af Ströndum er heimildarrit sem hefur að geyma sýnishorn úr textum þeirra bræðra Halldórs og Níelsar Jónssona auk þess sem birt eru bréf eftir þriðja bróðurinn, Ísleif og einnig bréf ekkju Halldórs, Elínu Samúelsdóttur. Eftir þá Halldór og Níels liggja miklar skrifaðar heimildir af ýmsum toga en báðir voru þeir fátækir bændasynir á síðari hluta nítjándu aldar sem síðar hófust upp í stétt sjálfstæðra bænda og ólu allan sinn aldur í Strandasýslu. Texti þeirra veitir ótrúlega nákvæma innsýn í líf fólks á fyrir tíð. Mesta athygli vekja dagbækur þeirra beggja, ástarbréf Níelsar og bréf það sem Elín Samúelsdóttir ritaði Níelsi árið 1914, þar sem hún skýrir honum frá láti sonar síns Samúels Halldórssonar og lýsir neyð heimilisins í kjölfar þess að barnaveikin hafði stungið sér þar niður. Sjálfsævisaga Halldórs er meistaralega skrifuð og margs konar samtíningur hans vekur sömuleiðis eftirtekt.


 

Bók þessi er hugsuð sem skemmtileg lesnig fyrir áhugafólk um sögu og menningu fyrri aldar sem og fræðimenn sem hugsanlega sjá sér hag í að nýta sér heimildir á borð við þessar í rannsóknum sínum. Sigurður Gylfi Magnússon sem tók þessa bók saman og ritar inngang að henni nýtti sér sömu heimildir í annarri bók sem kom út á miðju þessu ári hjá Háskólaútgáfunni og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, er ber heitið Menntun, ást og sorg . Þar er leitast við að nýta heimildirnar við greiningu á hugarheimi nítjándu aldar manna og þá sérstakleg hugmyndum ungs alþýðufólks sem stóð á mótum gamla tímans og þess nýja. Í þeirri bók sem nú er að koma út, Bræður af Ströndum fá heimildir bræðranna að njóta sín án þess að við þeim sé hróflað, en það gefur lesandanum skemmtilega nálægð við textann og líf þess fólks sem þar kemur við sögu.

Hægt er að kaupa bækurnar hjá Bóksölu stúdenta. Smelltu hér.

Útgáfa

 

sagara.jpgFræðimenn í flæðarmáli: Saga ReykjavíkurAkademíunnar heitir 10 ára afmælisrit ReykjavíkurAkademíunnar eftir dr. Árna Daníel Júlíusson sagnfræðing. Bókin kom út 2009 og er 115 blaðsíður í allstóru broti, prýdd fjölda mynda og litprentuð.

Þótt ReykjavíkurAkademían sé aðeins 12 ára, og rúm 10 ár síðan hún kom sér fyrir í JL-húsinu við Hringbraut hefur hún vaxið og dafnað og er orðin mikilvægt kennileiti í menningar- og menntalandslagi alls landsins.

Í bókinni er tilurð, saga og starfsemi Akademíunnar rakin og sett í vítt mennta- og menningarsögulegt samhengi.

Ein helsta niðurstaða verksins er sú að RA hafi komið sem ferskt afl annars vegar með þá kröfu að kraftar vel menntaðra fræðimanna í hug- og félagsvísindum yrðu nýttir enn betur, og hins vegar með því að búa þessum fræðimönnum starfsumhverfi sem auðveldaði þeim að láta til sín taka.

Hægt er að kaupa bókina hér hjá Bóksölu Stúdenta

Verð fyrir félaga: 4000 krónur. Pantanir berist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

nordurNorður: Íslensk börn ímynda sér norðrið. ReykjavíkurAkademían og kanadíska háskólaútgáfan Presses de l'Université du Québec hafa gefið út bókina Norður: íslensk börn ímynda sér Norðrið. Bókin kemur út á þremur tungumálum í ritröðinni Imagoborealis, sem er ætlað er varpa ljósi á og túlka hinar margvíslegu táknmyndir Norðursins, vetrarins og Norðurheimskautsins. Ritstjórar eru Daniel Chartier og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, sem skrifa formála. Meginuppistaða bókarinnar eru einstaklega lífleg og falleg myndverk íslenskra barna og unglinga sem ímynda sér "Norðrið". Bókin hentar vel sem gjöf hvort sem er til Íslendinga eða til erlendra vina, fyrir utan að eiga erindi við erlenda ferðamenn á Íslandi.

 

 

Ritraðir

ReykjavíkurAkademían er meðútgefandi að 2 ritröðum, Íslenskri menningu og Atviki.

Ritröðin Atvik er gefin út í samstarfi við útgáfufyrirtækið Omdúrman. Hún er vettvangur þar sem hugmyndir og rannsóknir eru kynntar með þýðingum og frumsömdum textum í hnitmiðuðum smáritum, handhægum og ódýrum bókum í vasabroti. Atviks-bókunum er ætlað að draga fram athyglisverðar hræringar í menningarlífi hér á landi og erlendis og örva umræðu um knýjandi efni sem tengjast samtímanum. Hægt er að kaupa allar atviksbækurnar á skrifstofu ReykjavíkurAkademíunnar, JL-húsinu, Hringbraut 121, eða fá þær heimsendar. Pantanir berist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Íslensk menning er röð veigamikilla fræðirita sem fjalla um ýmsar hliðar sögu og menningar. Fyrstu ritstjórar voru Jón Karl Helgason og Adolf Friðriksson en nú hefur Þorleifur Hauksson tekið við af Jóni Karli. Fjögur bindi hafa komið út.

 
Bækur

ReykjavíkurAkademían hefur tekið þátt í útgáfu eftirtalinna bóka:

Frá endurskoðun til upplausnar (2006). Ritstjórar; Hilma Gunnarsdóttir, Jón Þór Pétursson og Sigurður Gylfi Magnússon. Reykjavík: Miðstöð einsögurannsókna og ReykjavíkurAkademían.

Iceland and Images of the North (2011). Ritstjóri; Sumarliði R. Ísleifsson í stamstarfi við Daniel Chartier. Sainte-Foy: Presses de l'Université du Québec ; Reykjavík: ReykjavíkurAkademían, 2011. 

Samfélagsleg áhrif verkalýðshreyfingarinnar á 20. öld: Framtíðarsýn á 21. öldinni (2007). Ritstjórnar; Sumarliði R. Ísleifsson og Þórunn Sigurðardóttir. Reykjavík: Efling - stéttarfélag og ReykjavíkurAkademían. PDF PDF skjal af bókinni

Sögustríð - Greinar og frásagnir um hugmyndafræði (2006). Sigurður Gylfi Magnússon. ReykjavíkurAkademían og Miðstöð einsögurannsókna.


 

 

 
FaLang translation system by Faboba