Upplestur og pallborðsumræður um bókina "Freyjuginning" 1.júní

Rithöfundurinn Christina Sunley heimsækir ReykjavíkurAkademíuna

Upplestur og pallborðsumræður í ReykjavíkurAkademíunni, JL húsinu Hringbraut 121, 4. hæð, þriðjudaginn 1. júní kl 16:00.

 

 

sunley.jpgÁ síðustu bókavertíð kom út skáldsagan Freyjuginning, um litríkt fók af íslenskum ættum eftir bandaríska rithöfundinn Christinu Sunley. Hún kynnir bók sína og les upp úr henni. Sami kafli verður lesinn úr íslensku þýðingunni.

Christina tekur svo þátt í pallborðsumræðum um vesturferðir, Vestur Íslendinga og innflytjendur nútímans. Voru vesturfararnir ævintýramenn eða svikarar við þjóð sína? Líta Íslendingar vesturfara fortíðar sömu augum og innflytjendur nútímans?

 

Sjá nánar um bókina: http://www.christinasunley.com/

 

Aðrir þátttakendur verða:

Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur

Lolita Urboniene, einn af stofnendum Félags Litháa og Íslendinga.

Ólafur Arnar Sveinsson sagnfræðingur

og Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur sem stýrir umræðum.

 

Meira um Íslandsferð Sunley:

Read more ...

Umhverfisstefna í aksjóngrur.jpgUmhverfisstefna ReykjavíkurAkademíunnar er strax farin að bera árangur.

Eftir að reykhúsinu var breytt í sólstofu er þar hafin ræktun á klifurbaunum, agúrkum, tómötum eggaldinum, kúrbít, chili og ýmsum kryddjurtum.

Einar  Þorleifs og Erna á bókasafninu eru brautryðjendur í þessari ræktun og ennþá er pláss fyrir enn fjölbreyttari flóru frá áhugasömum demónum. Einnig má koma með munaðarlausar pottaplöntur í fóstur í sólstofuna.
FaLang translation system by Faboba