Select a contact:
Ingunn Ásdísardóttir
Þjóðfræðingur og þýðandi
Email:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Send an Email
(optional)
Miscellaneous Information:

Ingunn Ásdísardóttir lauk BA pófi í ensku og almennum bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 1981 og praktísku leikstjórnarnámi við Borgarleikhúsið í Köln árið 1985. Árið 2005 lauk hún síðan MA prófi í norrænum fræðum frá þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Árið 2007 kom út bók hennar Frigg og Freyja; Kvenleg goðmögn í heiðnum sið í ritröðinni Íslensk menning sem gefin er út af ReykjavíkurAkademíunni og Hinu íslenska bókmenntafélagi og er bókin byggð á MA ritgerð hennar. Árið 2008 kom út bókin Örlög guðanna, norrænar goðsagnir í endursögn Ingunnar og myndlýstar af Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur og var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ingunn starfaði lengi sem leikstjóri, bæði hjá atvinnuleikhúsum og áhugaleikhúsum. Hún hefur einnig unnið sem bókmenntafræðingur, bókmenntagagnrýnandi og þýðandi og m.a. þýtt fjölda fræðirita um trúarbrögð og trúarbragðasögu, auk skáldsagna og leikrita. Ingunn leggur nú stund á doktorsnám í norrænni goðafræði og er þátttakandi í alþjóðlegu rannsóknarverkefni um heiðinn sið á Norðurlöndum á vegum ReykjavíkurAkademíunnar og Snorrastofu í Reykholti.

FaLang translation system by Faboba