ReykjavikWorkshopjoeMiðvikudaginn 5. apríl 2017 heldur Joe Lambert eins dags vinnustofu í aðferð stafrænna sagna (Digital Storytelling). Vinnustofan verður í fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar, Þórunnartúni 2, fjórðu hæð frá kl. 9:00 - 17:00.

Joe Lambert er frumkvöðull í aðferð stafrænna sagna og býr að 20 ára reynslu af því að halda vinnustofur með margs konar hópum; í skólastarfi, æðri menntun, með ungum sem öldnum svo eitthvað sé nefnt og er þetta einstakt tækifæri til að kynnast aðferðinni. Smellið á hlekkinn fyrir frekari upplýsingar: Vinnustofa í aðferð stafrænna sagna

Skráning á vinnustofu:www.storycenter.org/register. Veljið „Digital Storytelling One Day Overview Workshop“. Vinnustofan verður á ensku og kostar u.þ.b. 12.000 krónur.

FaLang translation system by Faboba