Expansions: Competition and Conquest in Europe since the Bronze Age

Mörg samfélög manna hafa tekið upp á því að þenjast út með tilheyrandi landvinningum og landnámi. Af hverju gera sum samfélög þetta en önnur ekki? Hér er sett fram kenning sem getur skýrt mörg eða flest þessara tilvika svo sem útþenslu Grikkja á 7. og 6. öld f. Kr., Rómverja, Germana, Víkinga og Evrópu á 19. og 20. öld. Um leið er mótuð sagnfræðileg aðferð þar sem meiri áhersla er lögð á að leiða í ljós almenn sannindi um þróun mannlegra samfélaga fremur en að skýra einstök tilvik

axel_kristinsson.jpg

Axel Kristinsson (f. 1959) er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur sem hefur einkum rannsakað félagspólitíska sögu Íslands á miðöldum og árnýöld. Á síðari árum hefur hann þó einkum fengist við sína eigin útgáfu af makró-sagnfræði þar sem nálgun þróunarfræði og flækjufræði er beitt til að leiða í ljós almenn lögmál um þróun samfélaga. Axel býr í Reykjavík og ræktar tré í tómstundum.

 

 

Bókin er á ensku.

Verð = 3.700 isk + sendingakostnaður

 

Heimasíða: http://www.axelkrist.com/

expansionskapa.jpg

Íslensk menning

Íslensk menning

Wednesday, 09 July 2008 13:38

At this moment, this part of the website is only available in Icelandic.

Atvik

Atvik

Wednesday, 09 July 2008 13:31

At this moment, this part of the website is only available in Icelandic.

Útgáfa

 

sagara.jpgFræðimenn í flæðarmáli: Saga ReykjavíkurAkademíunnar heitir 10 ára afmælisrit ReykjavíkurAkademíunnar eftir dr. Árna Daníel Júlíusson sagnfræðing. Bókin kom út 2009 og er 115 blaðsíður í allstóru broti, prýdd fjölda mynda og litprentuð.

Þótt ReykjavíkurAkademían sé aðeins 12 ára, og rúm 10 ár síðan hún kom sér fyrir í JL-húsinu við Hringbraut hefur hún vaxið og dafnað og er orðin mikilvægt kennileiti í menningar- og menntalandslagi alls landsins.

Í bókinni er tilurð, saga og starfsemi Akademíunnar rakin og sett í vítt mennta- og menningarsögulegt samhengi.

Ein helsta niðurstaða verksins er sú að RA hafi komið sem ferskt afl annars vegar með þá kröfu að kraftar vel menntaðra fræðimanna í hug- og félagsvísindum yrðu nýttir enn betur, og hins vegar með því að búa þessum fræðimönnum starfsumhverfi sem auðveldaði þeim að láta til sín taka.

Hægt er að kaupa bókina hér hjá Bóksölu Stúdenta

Verð fyrir félaga: 4000 krónur. Pantanir berist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

nordurNorður: Íslensk börn ímynda sér norðrið. ReykjavíkurAkademían og kanadíska háskólaútgáfan Presses de l'Université du Québec hafa gefið út bókina Norður: íslensk börn ímynda sér Norðrið. Bókin kemur út á þremur tungumálum í ritröðinni Imagoborealis, sem er ætlað er varpa ljósi á og túlka hinar margvíslegu táknmyndir Norðursins, vetrarins og Norðurheimskautsins. Ritstjórar eru Daniel Chartier og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, sem skrifa formála. Meginuppistaða bókarinnar eru einstaklega lífleg og falleg myndverk íslenskra barna og unglinga sem ímynda sér "Norðrið". Bókin hentar vel sem gjöf hvort sem er til Íslendinga eða til erlendra vina, fyrir utan að eiga erindi við erlenda ferðamenn á Íslandi.

 

 

Ritraðir

ReykjavíkurAkademían er meðútgefandi að 2 ritröðum, Íslenskri menningu og Atviki.

Ritröðin Atvik er gefin út í samstarfi við útgáfufyrirtækið Omdúrman. Hún er vettvangur þar sem hugmyndir og rannsóknir eru kynntar með þýðingum og frumsömdum textum í hnitmiðuðum smáritum, handhægum og ódýrum bókum í vasabroti. Atviks-bókunum er ætlað að draga fram athyglisverðar hræringar í menningarlífi hér á landi og erlendis og örva umræðu um knýjandi efni sem tengjast samtímanum. Hægt er að kaupa allar atviksbækurnar á skrifstofu ReykjavíkurAkademíunnar, JL-húsinu, Hringbraut 121, eða fá þær heimsendar. Pantanir berist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Íslensk menning er röð veigamikilla fræðirita sem fjalla um ýmsar hliðar sögu og menningar. Fyrstu ritstjórar voru Jón Karl Helgason og Adolf Friðriksson en nú hefur Þorleifur Hauksson tekið við af Jóni Karli. Fjögur bindi hafa komið út.

 
Bækur

ReykjavíkurAkademían hefur tekið þátt í útgáfu eftirtalinna bóka:

Frá endurskoðun til upplausnar (2006). Ritstjórar; Hilma Gunnarsdóttir, Jón Þór Pétursson og Sigurður Gylfi Magnússon. Reykjavík: Miðstöð einsögurannsókna og ReykjavíkurAkademían.

Iceland and Images of the North (2011). Ritstjóri; Sumarliði R. Ísleifsson í stamstarfi við Daniel Chartier. Sainte-Foy: Presses de l'Université du Québec ; Reykjavík: ReykjavíkurAkademían, 2011. 

Samfélagsleg áhrif verkalýðshreyfingarinnar á 20. öld: Framtíðarsýn á 21. öldinni (2007). Ritstjórnar; Sumarliði R. Ísleifsson og Þórunn Sigurðardóttir. Reykjavík: Efling - stéttarfélag og ReykjavíkurAkademían. PDF PDF skjal af bókinni

Sögustríð - Greinar og frásagnir um hugmyndafræði (2006). Sigurður Gylfi Magnússon. ReykjavíkurAkademían og Miðstöð einsögurannsókna.


 

 

 
FaLang translation system by Faboba