Þriðja Öndvegisfóður vetrarins var haldið fimmtudaginn 17. október. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sagði frá tveggja binda verki um sögu Faxaflóahafna sem hann hefur unnið að undanfarin misseri og væntanlegt er í nóvember næstkomandi. Verkið heitir Hér heilsast skipin og er samið í tilefni af því að nú eru 100 ár liðin frá upphafi hafnargerðar í Reykjavík. Guðjón greindi frá vinnu sinni við verkið en það nær ekki einungis til Reykjavíkurhafnar heldur hafna frá upphafi á öllu svæði fyrirtækisins Faxaflóahafna og allt til landnámsaldar. Einnig greindi Guðjón frá því að margvíslegri hafnartengdri starfsemi sé gerð skil í verkinu, svo sem skipafélögum, slippum, vélsmiðjum, heildverslun og fleira.

 

 

FaLang translation system by Faboba