Að setja verðmiða á líf: inngangur að heilsuhagfræði

Erindi í Öndvegisfóðri 5. mars.

Færa má rök fyrir því að það samrýmist ekki manngildissjónarmiðum að setja verðmiða á líf, og sé ætlunin að setja verðmiða á líf er það ekki heiglum hent. Heilbrigðisyfirvöld hafa því verið treg til að setja niður eina tölu. Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur fór í erindinu yfir það af hverju yfirvöld ættu að reyna að setja verðmiða á líf, hvernig það getur gerst óbeint, hvaða aðferðir eru til og hvaða takmörkunum slík vinna er háð.

Að lifa á því sem landið gefur

Gudrun

Guðrún rifjar upp hvað hafi falist í boðskap Eggerts Ólafssonar um að menn eigi að lifa af því sem landið gefur, skoðar hvernig til hafi tekist í Borgarfirði síðastliðin 250 ár og hvort  hægt sé að draga lærdóm af þeirri reynslu til framtíðar.

Jötnar í blíðu og stríðu

ingunn

Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur og þýðandi er að skrifa doktorsritgerð sem ber vinnutitilinn Jötnar í blíðu og stríðu. Jötnar í norrænni goðafræði; hlutverk þeirra og eðli. Bæði bókmenntaheimildir um norræna goðafræði, sem og öll fræðileg umræða um hana hefur alla tíð aðeins sýnt vettvang goðafræðinnar frá hlið goða og manna, og jötnar verið álitnir höfuðóvinir goðanna.
Í rannsókn sinni leggur Ingunn áherslu á nálgun efnisins frá þveröfugum sjónarhóli, þ.e. að skoða efnið frá hlið jötnanna eftir því sem kostur er og komast þannig hugsanlega nær eðli þeirra og hlutverki innan goðheimsins og hugmynda manna um hann.

Hver þarf á orðasafni að halda, er þetta ekki allt á netinu?

IMG 0758

Þóra Elfa Björnsson setjari og Haraldur Blöndal prentmyndasmiður gerðu grein fyrir orðasafni sem ætlað er prent- og útgáfuiðnaðinum og þau hafa unnið að í nokkur ár.  Þá  fjölluðu þau um spurninguna "hver þarf á orðasafni að halda, er þetta ekki allt á netinu?"

Dansfræði og samstarf á erlendum vettvangi

IMG 0753

Undanfarinn áratug hef ég verið tengd inn í tvö Norræn samstarfsverkefni í dansi. Annað sem ber nafnið NOFOD, nordisk forum for danse forskning er félagskapur áhugafólks um dansrannsóknir á Norðurlöndunum. Hitt Keðja, Writing Movement þar sem eru einnig fulltúra frá Eystrasalts löndunum er hópur áhugafólks um aukna skriflega umfjöllun um dans ekki síst í fjölmiðlum. Mig langar að segja lítillega frá þessum tveim verkefnum og þá ekki síst NOFOD sem hefur haft ótrúleg áhrif á þróun dansrannsókna á Norðurlöndunum undanfarinn tvo og hálfan áratug.

Nofod á rætur að rekja til 1987 þegar sótt var um styrk til Nordisk Kulturfond fyrir þriggja ára verkefni undir nafninu Nordisk Danskommittée sem hafði að markmiði að styrkja stöðu dansins í Norður-Evrópu. Strax 1988 var haldin dansráðstefnu undir merkjum verkefnisins og í kjölfarið hafa slíkar ráðstefnur verðið haldnar annað hvert ár en frá 1990 undir nafninu Nordisk forum for danse forskning. Til að byrja með voru ráðstefnurnar haldnar í stóru Norrænu löndin fjórum; Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland 2004 varð síðan sú breyting á að Íslendingar treystu sér í fyrsta skipti til þess að halda ráðstefnuna hér á landi. Í lok maí 2015 verður sá leikur svo endurtekinn hér í Reykjavík. Undirbúningur ráðstefnanna er fyrst og fremst í höndum stjórnar NOFOD sem saman stendur af tveim fulltrúum frá hverju Norðurlandanna. NOFOD stjórnirnar hafa þó ekki aðeins staðið fyrir ráðstefnunni heldur hafa stjórnarfundirnir ekki síður verið vettvangur umræðna og ákvarðana um eflingu dansrannsókna á Norðurlöndunum almennt. Þannig varð samnorrænt MA nám í dansfræðum Nordisk Master of danse studies til á NOFOD stjórnarfundum og að sama skapi nýttist NOFOD samstarfið sem hvati og stuðningur fyrir fulltrúa frá mismunandi til að efla menntun í dansfræðum í hverju landi fyrir sig. Þannig hefur doktorsnám í dansi eflst þvílíkt á þessum rúmum 20 árum þannig að nú er boðið upp á doktorsnám í dansi á öllum Norðurlöndunum nema Íslandi og fjöldi rannsókna innan sviðsins hefur aukist að sama skapi sem og fjöldi þeirra sem eru með doktorspróf í faginu.

Keðja Writing Movement er af öðrum toga það er minni hópur einn frá hverju Norðurlandanna og síðan Eystrasaltslöndunum sem hefur á milli þess að hittast og bera saman bækur staðið fyrir námskeiðum, seminorum og ýmiskonar viðburðum sem hugsaðir eru til að kveikja áhuga hjá danslistamönnum sjálfum að skrifa um dans og einnig en ekki síður að hvetja menningarblaðamenn að veita dansinum athygli og auka skilning þeirra á sérstöðu listformsins.

Sesselja G. Magnúsdóttir       

FaLang translation system by Faboba