Hvernig getur stefna Trumps ógnað Íslandi? Árni Finnsson fjallar um loftslagsbreytingar í Öndvegi

ÁrniFÍ Öndvegi fimmtudaginn 2. nóvember næstkomandi mun Árni Finnsson stíga á stokk og fjalla um loftslagsbreytingar og þær ógnir sem stafa af stefnu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, í loftslagsmálum. Samkvæmt venju verður fundurinn haldinn í fundarsal RA í Bókasafni Dagsbrúnar á fjórðu hæð í Þórunnartúni 2, kl. 12:00-13:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.  Léttar veitingar í boði. 

Er hægt að efna kosningaloforð til aldraðra? Haukur Arnþórsson í Öndvegi 23. nóv

haukur arnthorssonÍ Öndvegiskaffi RA næstkomandi fimmtudag mun dr. Haukur Arnþórsson kynna niðurstöður rannsóknar á kjörum aldraða á árunum 2007-2016 og hvaða breytingar voru gerðar 2017. Fram kemur hvar staðan er góð og hvar hún er erfið. Kynnt eru meðaltöl, bæði fyrir aldraða í heild og fyrir ákveðna tekjuhópa og eignahópa og meðal annars fjallað um ólíkan tekjuuppruna. Áhersla er lögð á að skoða eftirlaun (e. pension), sem eru greiðslur almannatrygginga og lífeyrissjóða. Þá verður farið yfir hvað raunhæft er að gera ef stjórnmálalegur vilji er fyrir aðgerðum í þágu aldraðra. 
Rannsóknin var unnin að beiðni Félags eldri borgara í Reykjavík. 

Samkvæmt venju verður fundurinn haldinn í fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar í Þórunnartúni 2, 4. hæð (þar sem Bókasafn Dagsbrúnar er til húsa). 

Allir velkomnir. Léttar veitingar á boðstólum. 

Vísindabyltingar í Öndvegi þann 7. desember kl. 12:00-13:00

Björn StefánssonFimmtudaginn 7. desember fjallar Björn S. Stefánsson, forstöðumaður Lýðræðissetursins, um gerð vísindabyltinga og fræði hópákvarðana í Öndvegiskaffi ReykjavíkurAkademíunnar. Viðfangsefnið byggir á grundvallarriti Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolution (1962) en Hið íslenska bókmenntafélag gaf ritið út í fyrra undir heitinu Vísindabyltingar. Að venju verður fundurinn haldinn í fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar á 4. hæð í Skúlatúni 2, kl. 12:00-13:00. Aðgangur er öllum opinn. Léttar veitingar í boði. 

Framtíð íslenska lýðveldisins eftir Hrunið - Hnignun eða uppbygging lýðræðis?

SvanurKVetrarstarf viðburðarins Í öndvegi hefst fimmtudaginn 19. október og verður hann til húsa sem fyrr í fundarsal RA í bókasafni Dagsbrúnar á 4.hæð í Þórunnartúni 2. 

Prófessor emeritus Svanur Kristjánsson ríður á vaðið og fjallar um "Framtíð íslenska lýðveldisins eftir Hrunið - Hnignun eða uppbygging lýðræðis." 
Fyrilestur og umræður standa yfir í um eina klukkustund eða frá kl. 12:00 til 13:00. 

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 
Léttar veitingar í boði ásamt frábærum félagsskap!

Kvennalistinn.is: saga íslenskra kvennaframboða á 9. áratugnum

Kristin jonsÍ Öndvegiskaffi á fimmtudaginn mun Kristín Jónsdóttir kynna vefinn www.kvennalistinn.is sem hún hefur verið að hanna og þróa undanfarið ár. Kristín er ein af þeim konum sem stofnaði Kvennaframboð 1982 og Kvennalista 1983 og er sýn hennar á sögu framboðanna því persónuleg og fræðileg í senn. 

Nánar

FaLang translation system by Faboba