gudrun_hallgrimsdottir.jpgFyrirlesari: Guðrún Hallgrímsdóttir

Fræðasvið: Matvælaverkfræði

Lýsing: Náttúra Íslands býr yfir fjölbreyttu hráefni til matvælagerðar. Þessa fjölbreytni má nýta til að skapa íslenskt eldhús, eldhús sem byggir á sérstöðu hvers héraðs, á gamalli matarhefð og á hnattvæðingu matarmenningar. Ber og sveppir eru afbragðs hráefni til matargerðar.
Sveppir eru próteinríkir og hafa oft séð heilu þjóðunum fyrir próteini, t.d. í kjölfar heimsstyrjaldanna á síðustu öld. Í augum þess fólks er þær hörmungar man er Ísland algjört gósenland. Öll undur landsins blikna og þola ekki samanburð við þá himnesku sýn sem blasir við, þá komið er í íslenskt birkikjarr. Þar má finna kúalubba (Lecchinum scabrum), sumstaðar kóngssvepp (Boletus edulis) eða rauðhettu (Leccinum testaco –scabrum) og kantarellur.
Um sveppi á Íslandi má segja líkt og um fugla, það er ekki tegundafjölbreytnin sem gerir þá spennandi heldur magnið og hve auðvelt er að finna þá.
Lítillega er greint frá neyslu sveppa fyrr á öldum, sagt frá helstu sveppum sem nýta má á Íslandi, hvar þeir finnast, hvernig tíndir og meðhöndlaðir.
Samkvæmt þjóðveldislögum máttu menn tína ber upp í sig í annarra eignarlandi, hinsvegar varðaði það sektum að taka þau með sér öðru vísi en innan í sér. Af berjum sem nýta má til matargerðar hafa fundist níu tegundir á Íslandi. Sagt er frá þessum berjum, hvernig þeirra var neytt áður fyrr og þýðingu þeirra fyrir matarræði landsmanna.
Þá er kannað hvaða uppskriftir er að finna í elstu matreiðslubókum og þær bornar saman við berjaneyslu í dag.

FaLang translation system by Faboba