Select a contact:
Mörður Árnason
Íslenskufræðingur
Mobile:
896 1385
Send an Email
(optional)
Miscellaneous Information:

Mörður Árnason er íslenskufræðingur og stjórnmálamaður – og fæst við íslensk fræði, útgáfu, yfirlestur, blaðamennsku og svo ýmiskonar stjórnmál. Hann er MR-stúdent af árgerð 1973 og lærði íslensku og málvísindi á Melunum, í Ósló og í París.

Fræði og félagsmál hafa fyrr og síðar þrengt nokkuð jafnt að honum: Vann á Orðabók Háskólans 1981–84, blaðamaður og síðast ritstjóri á Þjóðviljanum 1984–89, aðstoðarmaður (upplýsingafulltrúi ) fjármálaráðherra 1989–91, lektor á Máli og menningu (seinna Eddu) 1991–2003, þingmaður 2003–2007, starfsmaður á plani hjá Samfylkingunni 2007–2008 (vefur, útgáfa) en fékk lausn þar um haustið og síðan aðstöðu hjá RA sem sjálfstætt-starfandi fræði- og stjórnmálamenni. Aftur á þing í júní 2010 með útgáfu- og fræðistörf í tómstundavinnu. Sjá um þingstörf o.fl. hér.

Einn ritstjóra Orðabókar um slangur 1982, flutti Daglegt mál í Ríkisútvarpinu 1989–91, höfundur Málkróka 1991, einn útgefenda Grágásar 1992, sá um vísnaskýringar í Grettis sögu 1994, annar útgefenda Vídalínspostillu 1995, útgefandi 84. prentunar Passíusálma 1998, ritstjóri 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar 2002; höfundur Nokkurra stakna af Vatnajökli 2007. Aðstoðarmaður höfundar við ýmis bókverk, þar á meðal Árna Björnssonar við Sögu daganna (1993) og Merkisdaga á mannsævinni (1996), og Harðar Ágústssonar við Íslenska byggingararfleifð (1998 og 2000) og Laufás við Eyjafjörð I (2004) – vinnur nú m.a. við útgáfu síðara bindis af Laufásriti Harðar. Höfundur pistla og greina í blöðum, umsjónarmaður sjónvarpsþátta (á Stöð 2 með Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, á Skjá 1 (Málið), í ÍNN). Bloggsíða hér.

Sífelldur lesari bóka, greina, ritgerða, ræðna með tilliti til málfars, efnis, stíls, stafsetningar og prentundirbúnings. Þokkalegur í skandinavísku (einkum norsku), ensku og frönsku, les þýsku og kann hrafl í öðrum tungum, einkum fornum.

Félagi í Æskulýðsfylkingunni 1967–69, félagi í Byltingu og forseti Framtíðarinnar í MR, miðstjórnarmaður í Alþýðubandalaginu 1971–73 og 1987–93, formaður SÍNE 1982–83, ritari Birtingar 1989–95, starfaði fyrir Reykjavíkurlistann í kosningunum 1994, 1998 og 2002, og sat í stjórn Regnbogans, í framboði fyrir Þjóðvaka í Reykjavík 1995, fyrir Samfylkinguna 1999, 2003, 2007 og 2009. Formaður Græna netsins, félags umhverfisjafnaðarmanna, 2007–2010, formaður Orkuráðs frá 2007, formaður flóttamannanefndar frá 2010. Ferðalangur um Miðausturlönd frá 2002.

Eiginkona: Linda Vilhjálmsdóttir, barn: Ölrún, barnabörn: Hlín, Hafþór og Harpa Helgabörn, stuðningssonur: Þorgeir Örn.


Mynd: Við menningarlegar athuganir í Persepólis.

FaLang translation system by Faboba