Atalaya fra bjorgu

Á dögunum fékk RA skemmtilega og gefandi heimsókn frá Atalaya - pólsku menntasetri - sem aðstoðar uppeldisstofnanir, skóla og fyrirtæki við innleiðingu framsækinna kennsluaðferða og starfshátta. 

Hugmyndafræði Atalaya er sú að persónulegur þroski einstaklinga sé helsta forsenda nýsköpunar og framfara, hvort sem um ræðir í einkalífinu eða annars staðar.

Heimsóknin var á vegum Bjargar Árnadóttur - framkvæmdastjóra Stílvopnsins ehf. - en mikið samstarf er á milli hennar og Atalaya hugsjónafólksins. Endilega kynnið ykkur starfsemina nánar hér. 

 

FaLang translation system by Faboba