Okkar ágætu demónar, Guðbjörg Lilja Hjartardóttir, stjórnmálafræðingur, og Þorgerður Þorleifsdóttir, sagnfræðingur, leggja jafnréttisbaráttunni lið. Í síðustu viku sat Guðjörg Lilja í pallborði ásamt Önnudís G. Rúdolfsdóttur á hádegisfundi þar sem Cynthia Enloe flutti frábært erindi um #meetoo byltinguna. Í pallborði tengdu þær Lilja og Annadís erindi Cynthiu við stöðuna á Íslandi og þá vitundarvakningu sem kom í kjölfar #metoo. Í gær (7. mars) hélt dr. Þorgerður Þorvaldsdóttir erindi á Jafnréttisþingi 2018. Þar fjallaði hún um #metoo byltinguna þar sem hún vék m.a. að því að #metoo byltingin hefði hrist rækilega upp í stoðum feðraveldisins og að áhrifa hennar muni að öllum líkindum gæta hérlendis um langa hríð.


ReykjavíkurAkademían og Reykjavíkurborg blása til ráðstefnu föstudaginn 17. nóvember næstkomandi um óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði.
Skortur á leiguhúsnæði og hátt leiguverð veldur því að óhefðbundið búsetuform er vaxandi vandamál hérlendis. Talið er að hópur efnalítilla Íslendinga og erlent verkafólk búi við slíkar aðstæður.
Ráðstefnan er mikilvægur áfangi í umfangsmikilli úttekt RA á þessu vaxandi samfélagslega vandamáli. Helstu samstarfsaðilar RA og Reykjavíkurborgar í verkefninu eru Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Hagstofa Íslands, Þjóðskrá Íslands, Vinnumálastofnun, ASÍ, Starfsgreinasamband Íslands, Retor fræðsla ehf., ásamt mörgum fleiri.
Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni er Gillian Young frá Newhaven Research í Skotlandi. Gillian er öflugur fræðimaður á sviði húsnæðismála og búsetu í óleyfilegu húsnæði, þá sérstaklega þegar kemur að búsetuskilyrðum erlends verkafólks.
Ráðstefnan verður haldin í sal Norræna hússins. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Sjá dagskrá