Gammablossar 5. nóvembe

4.11.2008

 5. nóvember flytur Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur, fyrirlesturinn "Líf eða ævisaga? Á slóðum Ragnars í Smára. Fyrirlesturinn hefst stundvíslega klukkan 12.05. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Read more ...

Grunngildi og verðmætamat

31.10.2008

Næstkomandi laugardag, 1. nóvember, standa ReykjavíkurAkademían, Skálholtsskóli og tímaritið Glíman fyrir málþinginu "Grunngildi og verðmætamat" í húsnæði Akademíunnar við Hringbraut. Málþingið stendur yfir frá kl. 12-15.30

Read more ...

Akademón Margrét E. Ólafsdóttir

Margrét Elísabet Ólafsdóttir akademón og fagurfræðingur hlaut nýverið styrk úr rannsóknarsjóði Listasafns Háskóla Íslands til rannsókna á íslenskri vídeólist og útgáfu á niðurstöðum rannsókna. Styrkupphæð hljóðar upp á 400,000 krónur. ReykjavíkurAkademían óskar Margréti til hamingju með styrkinn. 

Málþing 25.10.2008

MÁLÞING Í HÁSKÓLABÍÓI LAUGARDAGINN 25.OKTÓBER 2008 kl. 12-14

Íslenskt samfélag kraumar þessa dagana. Reiði og angist vegast á við endurmat og bjartsýni, lýst er eftir nýrri framtíðarsýn. Allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Fræðimenn háskólasamfélagsins þurfa að líta í eigin barm en ekki síður bjóða fram krafta sína til að greina ástandið og leita nýrra leiða. ReykjavíkurAkademían hefur kallað til þings nokkra málshefjendur í því skyni, sem munu flytja stutt og snörp erindi.


Read more ...

Hreint ál? - Samarendra Das og Andri Snær Magnason

Miðvikudaginn 23. júlí býður Saving Iceland til ráðstefnu í Reykjavíkur
Akademíunni, Hringbraut 121, kl. 19:30. Á ráðstefnunni mun koma fram
Samarendra Das, indverskur rithöfundur og sérfræðingur um áliðnaðinn,
ásamt Andra Snæ Magnasyni rithöfundi. Samarendra mun fjalla um áhrif
álfarmleiðslu á þriðja heiminn, auk þess sem hann og Andri Snær munu
brjóta á bak aftur goðsögnina um svokalla 'græna og hreina' álframleiðslu.

Fyrirlesturinn mun fara fram í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121 og
hefst kl. 19:30.

Read more ...

Fyrirlestur Margaret Ezell 18. júní

Bandaríski bókmenntafræðingurinn Margaret J.M. Ezell heldur opinn fyrirlestur í ReykjavíkurAkademíunni miðvikudaginn 18. júní kl 16:15. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Blank Spaces: Studying Handwritten Cultures og fjallar um handritamenningu á tímum prentvæðingar og rannsóknir á henni.

Read more ...

FaLang translation system by Faboba