Guðni Th. Jóhannesson, félagi í RA, kjörinn forseti Íslands

 gudnithjohannessonLaugardaginn 25. júní sl. gengu Íslendingar til kosninga og kusu Guðna Th. Jóhannesson, sagnfræðing og félaga í ReykjavíkurAkademíunnisem sjötta forseta íslenska lýðveldisins. RA óskar Guðna og frú innilega til hamingju með embættið og velfarnaðar í starfi!

Haukur Viktorsson hlaut Byggingarlistarverðlaun Akureyrar 21. apríl sl.

HaukurViktorssonByggingarlistaverdlaun
Þann 21. apríl sl. hlaut Haukur Viktorsson, arkitekt og félagi ReykjavíkurAkademíunnar, Byggingarlistarverðlaun Akureyrar fyrir það starf sem hann hefur unnið er snýr að Akureyri en hann teiknaði m.a. húsið við Hamragerði 31 sem þykir vera eitt af öndvegisverkum nútímabyggingarlistar á landinu. Af öðrum húsum sem hann teiknaði má nefna Barðstún 7, Þórunnarstræti 85 og Aðalstræti 65.

Við óskum honum innilega til hamingju!

Sjá nánar á vefnum, Akureyri.net

 

 

Bókasafn Dagsbrúnar áfram undir væng ReykjavíkurAkademíunnar ses

Föstudaginn 11. desember 2015 undirrituðu Sigurður Bessason, formaður Eflingar-stéttarfélags og Sesselja G.

Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar ses, samning um áframhaldandi rekstur

og varðveislu RA-ses á Bókasafni Dagsbrúnar. Safnið, sem er í eigu Eflingar, hefur verið í vörslu RA frá

árinu 2003.

 

UndirritunSamnings Birt 5feb2016

 

 

FaLang translation system by Faboba