Ingunn Ásdísardóttir vinnur Íslensku þýðingarverðlaunin

 

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast síðasta vetrardag að Ingunn okkar Ásdísardóttir hafi hlotið Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu á erlendu skáldverki.  Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini síðasta vetrardag á degi bókarinnar, fyrir þýðingu á færeysku skáldsögunni Ó - Sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen, sem Uppheimar gáfu út. 

 

Í umsögn dómnefndar segir: 

„Í Ó – søgur um djevulskap segir Carl Jóhan Jensen sögu Færeyja í óvenjulegri skáldsögu. Í bókinni fléttast saman margradda 200 ára epísk átakasaga sem Jensen eykur með ítarlegum neðanmálsgreinum sem grípa inní söguna, draga fram aðrar hliðar á frásögninni og snúa útúr henni. Orðfæri sögunnar er snúið, kostulegt og ævintýralegt, skreytt tilbúnum orðum og orðleysum, og verkið er endalaus sjóður af óvæntum uppákomum í tungumálinu. Ingunn Ásdísardóttir leysir með glæsibrag hverja þá erfiðu þraut sem við henni blasir.“

Fyrir hönd RA óska ég Ingunni innilega til hamingju með tilnefninguna og daginn.

Til að að lesa ávarp hennar klikkið HÉR.

Read more ...

Ráðstefna um leigumarkaðinn á Íslandi

reykjavikurakademian-logo

 

Leigumarkaðurinn á Íslandi

ReykjavíkurAkademían, Félagsfræðingafélag Íslands og Meistaranámsbraut LbhÍ í Skipulagsfræði standa fyrir ráðstefnu um stöðu leigjenda og ástandið á íslenskum leigumarkaði

í Iðnó, Vonarstræti 3, föstudaginn 11. apríl.

Ráðstefnan er haldin með tilstyrk Reykjavíkurborgar.

 

 

9.00     Setning.

9.05        Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. Ávarp.

9.15        Dr. Richard Ronald, prófessor við Háskólann í Amsterdam og Háskólann í Birmingham: Young People and Home

       Ownership in Europe: Generation Rent and Post-homeownership societies.

10.00     Kaffihlé.

10.15     Magnus Hammar, aðalritari Alþjóðasamtaka leigjenda: Rental Housing and Tenant´s Rights Across the               

     Globe, and the Need for Tenure Neutrality.

11.00     Umræður um erindi Richard Ronalds og Magnus Hammar. Stjórnandi Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir.

11.30     Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur: Staða leigjenda á Íslandi fyrr og nú.

12.15     Matarhlé.

13.00     Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur: Heilbrigðari leigumarkaður -nýjar leiðir           

      Reykjavíkurborgar.

13.30     Dr. Sigríður Kristjánsdóttir, lektor í skipulagsfræði við LbhÍ: Hefur þú efni á að búa í borg?

14.00     Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdarstjóri Samtaka leigjenda: Réttur til húsnæðisöryggis. Uppbygging leiguíbúða sem

      raunhæfur búsetukostur á Íslandi og bráðavandi.

14.30     Kaffihlé.

14.45     Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB: Jafnræði á húsnæðismarkaði.

15.15     Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir, mannfræðingur: Húsnæðismál pólskra innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu.

15.45     Pallborðsumræður. Stjórnandi Þóra Arnórsdóttir, þáttastjórnandi hjá RÚV.

16.30     Ráðstefnulok. Léttar veitingar.

 

 

Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Þeir sem þess óska geta keypt léttan hádegisverð í Iðnó.

 

Skráning er á heimasíðu ReykjavíkurAkademíunnar www.akademia.is

 

saman

 

                 

Nýr samningur undirritaður

Undirritun Reykjavíkurakademían 00612

Í gær, miðvikudaginn 5. febrúar, skrifuðu Illugi Gunnarsson, ráðherra mennta- og menningarmála og Sólveig Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar undir þriggja ára styrktarsamning mennta- og menningarmálaráðuneytisins við ReykjavíkurAkademíuna. Í samningnum kemur fram að RA sé rannsóknar- og nýsköpunarstofnun í menningar-, hug- og félagsvísindum sem eigi að veita vísindamönnum í sjálfstæðum rannsóknum starfsaðstöðu og rannsóknarþjónustu. Markhópur RA er auk þess fræða- og fagfélög, menningar- og fræðastofnanir, sem og smáfyrirtæki sem byggja starfsemi sína á rannsóknum og miðlun þeirra. Sérstök áhersla er lögð á að veita ungum vísindamönnum í rannsóknartengdu framhaldsnámi innanlands sem utan aðstoð og aðstöðu eftir föngum. Meginmarkmið samningsins er að efla formlegan vettvang fyrir sjálfstæðar rannsóknir og nýsköpun með rekstri á öflugri rannsóknarstofnun og menningarmiðstöð, virkja og tengja saman þann mannafla sem stundar sjálfstæðar rannsóknir og hvetja til fjölfaglegs samstarfs milli einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja, þekkingasetra, háskóla, annarra mennta-, menningar- og fræðastofnana innanlands sem utan og stuðla að fræðilegri og gagnrýninni samfélagsumræðu.

Við undirritun samningsins milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og ReykjavíkurAkademíunnar í gær bundust aðilar fastmælum um að standa sameiginlega að málþingi á hausti komanda um stöðu sjálfstæðra rannsókna á Íslandi og gildi þeirra fyrir menningu okkar og samfélag. Jafnframt bindur ReykjavíkurAkademían miklar vonur við að henni auðnist, með atbeina hins opinbera, að efla rannsóknastarf sjálfstætt starfandi vísindafólks enn frekar á komandi árum og styrkja það formlega og óformlega stoðkerfi sem hún býður félögum sínum og öðrum skjólstæðingum upp á.

Aðalfundur ReykjavíkurAkademíunnar 2014

reykjavkurakademan  logo high.png
 
Aðalfundur ReykjavíkurAkademíunnar
Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna,
verður haldinn

miðvikudaginn 30. apríl kl. 12:15

í fundarsal félagsins að Hringbraut 121, 4. hæð.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins og stjórnarkjör.
Atkvæðisrétt á fundinum hafa félagsmenn sem eru viðstaddir og hafa greitt félagsgjald.

Svartárkot - sumarnámskeið

Environmental Memory and Change in Medieval Iceland:
An interdisciplinary course in the Environmental Humanities and Social Sciences with a special focus on Risk and Vulnerability in Iron-Age and Medieval Iceland.

A two week summer course (10 ECTS*) in Iceland for Masters and Doctoral students with interest in supplementing their studies that fall within the following disciplines:

 

• Literary Ecocriticism

• Environmental History

• Environmental Archeology

• Environmental Anthropology

 

Application deadline May 7th 2014

 

Learn more

 

 

 

 

Bókafundur

Bókafundur

 

Sagnfræðingafélagsins, Sögufélagsins og Reykjavíkurakademíunnar

 

verður haldinn fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20:00 í húsakynnum ReykavíkurAkademíunnar,

 

Hringbraut 121 4. hæð 

 

101 Reykjavík.

 

Tekin verða fyrir eftirfarandi verk:

 

Háborgin

 

Höfundur: Ólafur Rastrick

 

Gagnrýnendur: Margrét Elísabet Ólafsdóttir og Sólveig Ólafsdóttir

 

Hugsjónir, fjármál og pólitík

 

Höfundur: Árni H. KristjánssonGagnrýnandi: Sigurður Már Jónsson

 

Landbúnaðarsaga Íslands 1. bindi

 

Höfundar: Árni Daníel Júlíusson & Jónas Jónsson

 

Gagnrýnandi: Helgi Þorláksson


Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur

 

Höfundur: Guðný Hallgrímsdóttir

 

Gagnrýnandi: Margrét Gunnarsdóttir

 

 

 

Fundarstjóri er Guðni Th. Jóhannesson

 

Allir velkomnir

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

Frá árinu 2005 hefur Bandalag þýðenda og túlka veitt Íslensku þýðingarverðlaunin og í gær, 1. desember voru fimm einstaklingar tilnefndir og þar á meðal er hún Ingunn okkar Ásdísardóttir fyrir þýðingu á Ó - Sögum um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen sem Uppheimar gefa út. 

Í Ó – søgur um djevulskap segir Carl Jóhan Jensen sögu Færeyja í óvenjulegri skáldsögu. Í bókinni fléttast saman margradda 200 ára epísk átakasaga sem Jensen eykur með ítarlegum neðanmálsgreinum sem grípa inní söguna, draga fram aðrar hliðar á frásögninni og snúa útúr henni. Orðfæri sögunnar er snúið, kostulegt og ævintýralegt, skreytt tilbúnum orðum og orðleysum, og verkið er endalaus sjóður af óvæntum uppákomum í tungumálinu. Ingunn Ásdísardóttir leysir með glæsibrag hverja þá erfiðu þraut sem við henni blasir.

 

Þeir sem tilnefndir eru ásamt Ingunni eru:

María Rán Guðjónsdóttir fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Rödd í dvala eftir Dulce Chacón sem Sögur gefa út.


Njörður P. Njarðvík fyrir þýðingu sína á ljóðum Thomasar Tranströmer. Uppheimar gefa út.

Rúnar Helgi Vignisson fyrir þýðingu á Sem ég lá fyrir dauðanum eftir William Faulkner. Útgefandi Uppheimar.

Stefán Steinsson fyrir þýðingu á Rannsóknum Heródótusar sem Forlagið gefur út.

Sjá nánar á vefsíðu Bandalag þýðenda og túlka

FaLang translation system by Faboba