NOFOD dansráðstefna

20150530 1448241
 
Dagana 28. – 31. maí stóð yfir NOFOD dansráðstefna í húsnæði Listaháskóla Íslands að Sölvhólsgötu undir yfirskriftinni EXPANDING NOTIONS: Dance-Practice-Research-Method
 
Ráðstefnan var á vegum NOFOD, Nordic Forum for Dance Reserach í samstarfi við Listaháskóla Íslands og ReykjavíkurAkademíuna. Á ráðstefnunni var sjónum beint að aðferðafræðilegum vandamálum tengdum rannsóknum á dansi og listum meðal annars útfrá þekkingarfræðilegum spurningum. Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar voru Eeva Helena Anttila prófessor í kennslufræðum við University of the Arts í Helsinki en erindið hennar ber titilinn; „On be(com)ing and connecting: Participatory approaches to dance research and pedagogy“ og Efva Lilja sjálfstætt starfandi listamaður og listrænn rannsakandi en hún hefur í rúma tvo áratugi unnið að því að skapa jarðveg fyrir listamenn til að vinna að rannsóknum í gegnum þeirra eigin listræna veruleika sem metnar væru í háskólaumhverfinu.
 
Nánari upplýsingar og dagskrá er að finna á vef rástefnunnar. 
 

Bókasafn Dagsbrúnar áfram undir væng ReykjavíkurAkademíunnar ses

Föstudaginn 11. desember 2015 undirrituðu Sigurður Bessason, formaður Eflingar-stéttarfélags og Sesselja G.

Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar ses, samning um áframhaldandi rekstur

og varðveislu RA-ses á Bókasafni Dagsbrúnar. Safnið, sem er í eigu Eflingar, hefur verið í vörslu RA frá

árinu 2003.

 

UndirritunSamnings Birt 5feb2016

 

 

Vorferð RA 2015 20.júní

 

Sæl öll,

Á liðnum vetri varð ekkert úr jólatrésskemmtun barnanna á vegum ReykjavíkurAkademíunnar vegna flutninga í ný húsakynni og af ýmsum öðrum ástæðum sem hér verða ekki raktar. Sem sárabót fyrir ungviðið var því ákveðið að efna til vor- eða sumarhátíðar fyrir börnin. Hvorki vorið né sumarið hafa enn látið sjá sig, en engu að síður er nú blásið til fagnaðar og tvær flugur slegnar í einu höggi.

Vorferðin og sumarhátíð barnanna verða sameinuð í ferð út í Viðey laugardaginn 20. júní. Gert er ráð fyrir að við förum frá Skarfabryggju kl. 13:15 og snúum síðan heim með bátnum kl. 18:30. Í eyjunni er góð aðstaða til að grilla og leika sér. Alvaran verður einnig með í för. Guðjón Friðriksson fræðir okkur um sögu Viðeyjar og afrek Skúla fógeta auk annars sem hefur sögulegt gildi í eyjunni í nútíð og fortíð. Leyfið börnunum og barnabörnunum að koma með.

Verð fyrir fullorðan er 500,- kr og frítt fyrir börn.

Til að skrá sig ýtið HÉR

VALDEFLING-Ráðstefna

 LOGO ra2Merki-a-vef-skjoldur-vinstr

 

mime

 

 

VALDEFLING - skapandi aðferðir í vinnu með fullorðnum

Málþing á vegum ReykjavíkurAkademíunnar og Reykjavíkurborgar í Iðnó 15. maí 2015 kl. 9:00-15:30. Ráðstefnustjóri: Ragnheiður Elfa Arnardóttir félagsráðgjafi og leikkona.

Málþingið er ætlað þeim sem vinna valdeflandi starf með fullorðnu fólki, til dæmis  heimilislausu fólki, fötluðu og  geðfötluðu fólki, vímuefnaneytendum, innflytjendum, þolendum ofbeldis og öðrum hópum sem oft eru jaðarsettir.

Read more ...

FaLang translation system by Faboba