Ráðstefna um leigumarkaðinn á Íslandi

reykjavikurakademian-logo

 

Leigumarkaðurinn á Íslandi

ReykjavíkurAkademían, Félagsfræðingafélag Íslands og Meistaranámsbraut LbhÍ í Skipulagsfræði standa fyrir ráðstefnu um stöðu leigjenda og ástandið á íslenskum leigumarkaði

í Iðnó, Vonarstræti 3, föstudaginn 11. apríl.

Ráðstefnan er haldin með tilstyrk Reykjavíkurborgar.

 

 

9.00     Setning.

9.05        Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. Ávarp.

9.15        Dr. Richard Ronald, prófessor við Háskólann í Amsterdam og Háskólann í Birmingham: Young People and Home

       Ownership in Europe: Generation Rent and Post-homeownership societies.

10.00     Kaffihlé.

10.15     Magnus Hammar, aðalritari Alþjóðasamtaka leigjenda: Rental Housing and Tenant´s Rights Across the               

     Globe, and the Need for Tenure Neutrality.

11.00     Umræður um erindi Richard Ronalds og Magnus Hammar. Stjórnandi Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir.

11.30     Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur: Staða leigjenda á Íslandi fyrr og nú.

12.15     Matarhlé.

13.00     Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur: Heilbrigðari leigumarkaður -nýjar leiðir           

      Reykjavíkurborgar.

13.30     Dr. Sigríður Kristjánsdóttir, lektor í skipulagsfræði við LbhÍ: Hefur þú efni á að búa í borg?

14.00     Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdarstjóri Samtaka leigjenda: Réttur til húsnæðisöryggis. Uppbygging leiguíbúða sem

      raunhæfur búsetukostur á Íslandi og bráðavandi.

14.30     Kaffihlé.

14.45     Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB: Jafnræði á húsnæðismarkaði.

15.15     Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir, mannfræðingur: Húsnæðismál pólskra innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu.

15.45     Pallborðsumræður. Stjórnandi Þóra Arnórsdóttir, þáttastjórnandi hjá RÚV.

16.30     Ráðstefnulok. Léttar veitingar.

 

 

Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Þeir sem þess óska geta keypt léttan hádegisverð í Iðnó.

 

Skráning er á heimasíðu ReykjavíkurAkademíunnar www.akademia.is

 

saman

 

                 

Aðalfundur ReykjavíkurAkademíunnar 2014

reykjavkurakademan  logo high.png
 
Aðalfundur ReykjavíkurAkademíunnar
Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna,
verður haldinn

miðvikudaginn 30. apríl kl. 12:15

í fundarsal félagsins að Hringbraut 121, 4. hæð.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins og stjórnarkjör.
Atkvæðisrétt á fundinum hafa félagsmenn sem eru viðstaddir og hafa greitt félagsgjald.

Svartárkot - sumarnámskeið

Environmental Memory and Change in Medieval Iceland:
An interdisciplinary course in the Environmental Humanities and Social Sciences with a special focus on Risk and Vulnerability in Iron-Age and Medieval Iceland.

A two week summer course (10 ECTS*) in Iceland for Masters and Doctoral students with interest in supplementing their studies that fall within the following disciplines:

 

• Literary Ecocriticism

• Environmental History

• Environmental Archeology

• Environmental Anthropology

 

Application deadline May 7th 2014

 

Learn more

 

 

 

 

Bókafundur

Bókafundur

 

Sagnfræðingafélagsins, Sögufélagsins og Reykjavíkurakademíunnar

 

verður haldinn fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20:00 í húsakynnum ReykavíkurAkademíunnar,

 

Hringbraut 121 4. hæð 

 

101 Reykjavík.

 

Tekin verða fyrir eftirfarandi verk:

 

Háborgin

 

Höfundur: Ólafur Rastrick

 

Gagnrýnendur: Margrét Elísabet Ólafsdóttir og Sólveig Ólafsdóttir

 

Hugsjónir, fjármál og pólitík

 

Höfundur: Árni H. KristjánssonGagnrýnandi: Sigurður Már Jónsson

 

Landbúnaðarsaga Íslands 1. bindi

 

Höfundar: Árni Daníel Júlíusson & Jónas Jónsson

 

Gagnrýnandi: Helgi Þorláksson


Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur

 

Höfundur: Guðný Hallgrímsdóttir

 

Gagnrýnandi: Margrét Gunnarsdóttir

 

 

 

Fundarstjóri er Guðni Th. Jóhannesson

 

Allir velkomnir

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

Frá árinu 2005 hefur Bandalag þýðenda og túlka veitt Íslensku þýðingarverðlaunin og í gær, 1. desember voru fimm einstaklingar tilnefndir og þar á meðal er hún Ingunn okkar Ásdísardóttir fyrir þýðingu á Ó - Sögum um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen sem Uppheimar gefa út. 

Í Ó – søgur um djevulskap segir Carl Jóhan Jensen sögu Færeyja í óvenjulegri skáldsögu. Í bókinni fléttast saman margradda 200 ára epísk átakasaga sem Jensen eykur með ítarlegum neðanmálsgreinum sem grípa inní söguna, draga fram aðrar hliðar á frásögninni og snúa útúr henni. Orðfæri sögunnar er snúið, kostulegt og ævintýralegt, skreytt tilbúnum orðum og orðleysum, og verkið er endalaus sjóður af óvæntum uppákomum í tungumálinu. Ingunn Ásdísardóttir leysir með glæsibrag hverja þá erfiðu þraut sem við henni blasir.

 

Þeir sem tilnefndir eru ásamt Ingunni eru:

María Rán Guðjónsdóttir fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Rödd í dvala eftir Dulce Chacón sem Sögur gefa út.


Njörður P. Njarðvík fyrir þýðingu sína á ljóðum Thomasar Tranströmer. Uppheimar gefa út.

Rúnar Helgi Vignisson fyrir þýðingu á Sem ég lá fyrir dauðanum eftir William Faulkner. Útgefandi Uppheimar.

Stefán Steinsson fyrir þýðingu á Rannsóknum Heródótusar sem Forlagið gefur út.

Sjá nánar á vefsíðu Bandalag þýðenda og túlka

Nýr samningur undirritaður

Undirritun Reykjavíkurakademían 00612

Í gær, miðvikudaginn 5. febrúar, skrifuðu Illugi Gunnarsson, ráðherra mennta- og menningarmála og Sólveig Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar undir þriggja ára styrktarsamning mennta- og menningarmálaráðuneytisins við ReykjavíkurAkademíuna. Í samningnum kemur fram að RA sé rannsóknar- og nýsköpunarstofnun í menningar-, hug- og félagsvísindum sem eigi að veita vísindamönnum í sjálfstæðum rannsóknum starfsaðstöðu og rannsóknarþjónustu. Markhópur RA er auk þess fræða- og fagfélög, menningar- og fræðastofnanir, sem og smáfyrirtæki sem byggja starfsemi sína á rannsóknum og miðlun þeirra. Sérstök áhersla er lögð á að veita ungum vísindamönnum í rannsóknartengdu framhaldsnámi innanlands sem utan aðstoð og aðstöðu eftir föngum. Meginmarkmið samningsins er að efla formlegan vettvang fyrir sjálfstæðar rannsóknir og nýsköpun með rekstri á öflugri rannsóknarstofnun og menningarmiðstöð, virkja og tengja saman þann mannafla sem stundar sjálfstæðar rannsóknir og hvetja til fjölfaglegs samstarfs milli einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja, þekkingasetra, háskóla, annarra mennta-, menningar- og fræðastofnana innanlands sem utan og stuðla að fræðilegri og gagnrýninni samfélagsumræðu.

Við undirritun samningsins milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og ReykjavíkurAkademíunnar í gær bundust aðilar fastmælum um að standa sameiginlega að málþingi á hausti komanda um stöðu sjálfstæðra rannsókna á Íslandi og gildi þeirra fyrir menningu okkar og samfélag. Jafnframt bindur ReykjavíkurAkademían miklar vonur við að henni auðnist, með atbeina hins opinbera, að efla rannsóknastarf sjálfstætt starfandi vísindafólks enn frekar á komandi árum og styrkja það formlega og óformlega stoðkerfi sem hún býður félögum sínum og öðrum skjólstæðingum upp á.

FaLang translation system by Faboba