„Guð blessi Ísland“ - fimm árum síðar

byggingarkranar1

 

Málþing Sagnfræðingafélags Íslands, Sögufélags og ReykjavíkurAkademíunnar

í sal Íslenskrar Erfðagreiningar, Sturlugötu 8 laugardaginn 5. október 2013 kl. 15 - 17.15.

Ávarp: Sólveig Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar.

Frummælendur:

Kristín Loftsdóttir mannfræðingur, Háskóla Íslands: „Að komast í fremstu röð“: Íslensk þjóðarímynd og vöruhús minninga.

Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur, Háskólanum á Bifröst: „Hrun, hvaða hrun?“ Áhrif efnahagsmála á sjálfsmynd þjóðar.

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, Háskóla Íslands: Dómur sögunnar. Bankahrunið og sagnfræðileg álitamál.

Gylfi Zoëga hagfræðingur, Háskóla Íslands: Bankahrunið fimm árum síðar: Höfum við eitthvað lært?

 

Fundarstjóri: Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur, ReykjavíkurAkademíunni.

 

sag sg reykjavikurakademian-logo

    

Rótæki sumarháskólinn 14. ágúst – 20. ágúst 2013

Á morgun hefst Róttæki sumarháskólinn í þriðja sinn og verður eins og áður haldinn í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar. Fjöldi námsstofa mun vera svipaður og áður, þær nýjungar verða í ár að fjórar námstofur fara fram á ensku og  boðið verður upp á svokallaðar „aðgerðarstofur.“

Dagskráin hefst klukkan 18:00 á virkum dögum en kl. 13:00 um helgar og er kennslan ásamt námsgögnum ókeypis og allir velkomnir.

Nánari upplýsingar má finna hér á vefsíðu Rótæka Sumarháskólans

Hugmyndir 21. aldar

„Blekking hins sjálfssprottna og fleiri munir úr safni sakleysisins“


Málþing Reykjavíkur Akademíunnar
Laugardaginn 28. september kl. 11:00 – 15:00 í sal Reykjavíkur Akademíunnar 
í JL-Húsinu Hringbraut 121

Reykjavíkur Akademían býður til málþings um skriðrætur og sakleysi þar sem Njörður Sigurjónsson, Viðar Halldórsson, Margrét Elísabet Ólafsdóttir og Þorgerður Þorvaldsdóttir 
munu kynna rannsóknir sínar, ræða kenningalegar undistöður og aðferðafræðilega nálgun.

Umræðustjóri verður Davíð Ólafsson

Hugmyndir 21. aldarinnar er röð málþinga á vegum Reykjavíkur Akademíunnar  þar sem leitast verður eftir að efna til þverfaglegra umræðu um strauma og stefnur í mannvísindum samtímans 
og með hvaða hætti þeir birtast í verkum íslenskra vísindamanna.

„Blekking hins sjálfssprottna og fleiri munir úr safn sakleysisins“ 
er þriðja málþingið í röðinni. 

Almennt skráningargjald kr. 2500
Skráningargjald fyrir félaga í RA kr. 1500
Innifalið í skráningargjaldi er léttur hádegisverður og kaffiveitingar
Skráning fer fram á Hér

Fréttatilkynning um stofnun nýs og öflugs fagfélags fornleifafræðinga

 

 

frett

Stjórn Félags forneifafræðinga. Frá vinstri til hægri: Arnar Logi Björnsson varamaður, Sigrid Cecilie Juel Hansen varamaður, Ásta Hermannsdóttir varamaður,Hrönn Konráðsdóttir gjaldkeri, Birna Lárusdóttir varaformaður, Krisborg Þórdóttir meðstjórnandi, Albína Hulda Pálsdóttir ritari og Ármann Guðmundsson formaður.

 

Stofnfundur Félags fornleifafræðinga var haldinn þriðjudaginn 30. apríl 2013 í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar.. Hið nýstofnaða félag verður til við sameiningu beggja starfandi fagfélaga fornleifafræðinga, Fornleifafræðingafélags Íslands (FFÍ) og Félags íslenskra fornleifafræðinga (FÍF). Um 40 fornleifafræðingar mættu á fundinn og eru um 140 manns í hinu nýja félagi. Nýkjörinn formaður er Ármann Guðmundsson. Stjórn skipa að öðru leyti Birna Lárusdóttir, varaformaður, Albína Hulda Pálsdóttir, ritari, Hrönn Konráðsdóttir, gjaldkeri og Kristborg Þórsdóttir, meðstjórnandi.

Meginhlutverk félagsins er efling fornleifarannsókna á Íslandi. Félagið sinnir þessu hlutverki með því að stuðla að faglegum vísindarannsóknum og vandaðri umfjöllun um árangur þeirra í ræðu og riti. Félagið skal einnig gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna, beita sér fyrir löggildingu starfsheitisins fornleifafræðingur og lögð er áhersla á  auknar reynslu- og menntunarkröfur við veitingu uppgraftarleyfa.

 

Stofnfundur FF samþykkti einnig eftirfarandi ályktun:

Félag fornleifafræðinga skorar á íslensk stjórnvöld að efla stuðning við fornleifarannsóknir á Íslandi. Mikil gróska hefur verið í fornleifafræði hér á landi undanfarin 15 ár og margar bækur um fornleifarannsóknir hafa verið gefnar út á síðustu árum; má þar nefna Mannvist, Söguna af klaustrinu á Skriðu, bækur um rannsóknir í Reykholti og á Hofstöðum í Mývatnssveit auk fjölda greina á íslensku og ensku, fyrirlestra, leiðsagna og sýninga fyrir almenning. Fornleifafræði er ómissandi þáttur í menningarsögu Íslands og fornleifar eru auk þess samofnar náttúru og landslagi víða. Mikilvægt er að styðja við fornleifarannsóknir og miðla niðurstöðum þeirra til almennings og ferðamanna á vandaðan hátt í gegnum minja- og menningartengda ferðaþjónustu. Til grundvallar slíkri miðlun þurfa alltaf að liggja vandaðar rannsóknir og tryggt fjármagn.

 

Frekari upplýsingar má fá hjá: Ármanni Guðmundssyni formanni FF í síma 865 0972 eða Birnu Lárusdóttur varaformanni í síma 820 5583.

 

Iceland and Poland Against Exclusion from Culture

ip logo en

 

Verkefnið Ísland - Pólland fyrir aðgengi að menningu mun standa yfir í 3 ár. ReykjavíkurAkademían er einn af samstarfsaðilum verkefnisins. Fyrsta verkefnið hérlendis verður á Evrópsku kvikmyndahátíðinni, sem verður dagana 19. september – 29. september, þar sem myndin In Darkness eftir Agniezsku Holland verður sýnd í Bíó Paradís. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna og hefur hlotið margvísleg verðlaun á hinum ýmsu kvikmyndahátíðum. Myndin sem verður sýnd 28. september kl. 15:00 verður með sérstakri sjónlýsingu fyrir blinda og er stærsti viðburður hátíðarinnar í ár.  Sjónlýsing er aðferð sem byggist á munnlegri lýsingu á því sem er að gerast í myndinni. Sýningin er hluti af samvinnuverkefni Bíó Paradísar og Wroclaw - West Menningarmiðstöðvarinnar í Póllandi um að bæta aðgengi fatlaðra að menningu.

Agniezska Holland er verndari verkefnisins Ísland - Pólland fyrir aðgengi að menningu í Póllandi en hún er mikilsmetinn leikstjóri og handritshöfundur. Hún er heiðursgestur Evrópsku kvikmyndahátíðarinnar. Vendari verkefnisins á Íslandi er Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur.

Verkefnið styrkt af Evrópusambandinu.

What is Microhistory?

image005What is Microhistory?
 

Theory and Practice
 

by Sigurður Gylfi Magnússon & István M.
 
Szijártó

image006

'The voices of two authors combine in this important analysis of the evolving character of microhistory. This study guides the reader through the achievements of microhistory to date. It also offers a thought-provoking perspective on the potential for microhistory to continue to make a significant contribution to our understanding of the past.' 
Graeme Murdock, Trinity College Dublin, Republic of Ireland
This unique and detailed analysis provides the first accessible and comprehensive introduction to the origins, development, methodology of microhistory – one of the most significant innovations in historical scholarship to have emerged in the last few decades. What is Microhistory?surveys the significant characteristics shared by large groups of microhistorians, and how these have now established an acknowledged place within any general discussion of the theory and methodology of history as an academic discipline.
 
About the Authors: 
Sigurður Gylfi Magnússon is currently the chair of the Center for Microhistorical Research at the Reykjavík Academy and Dr. Kristján Eldjárn Research Fellow at the National Museum of Iceland. He is the author of seventeen books and numerous articles published in Iceland and abroad.
István M. Szijártó is Associate Professor in the Department of Economic and Social History at Loránd Eötvös University, Hungary. He is the author of three books and several articles published in Hungary and abroad.
 
Available May 2013!
PB: 978-0-415-69209-0:  $36.95   $29.56 184pp


ORDER ONLINE AT WWW.ROUTLEDGE.COM & RECEIVE 20% OFF WITH CODE ERJ73!

FaLang translation system by Faboba