Fyrsta Öndvegisfóður vetrarins var haldið fimmtudaginn 5. september. Sólveig Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ReykjavíkurAkademíunnar reið á vaðið, en hún kynnti litla rannsókn sem hún er að vinna að í frítíma sínum á minningarmarki, litlum legsteini sem grafinn var fram í dagsljósið í Hólavallagarði nú í sumar. Með aðstoð ættfræðigagnagrunnsins Íslendingabókar og öðrum heimildum er gerð tilraun til að ættfæra steininn og þann einstakling sem steinninn var settur til minningar um auk næstu nágranna í garðinum. Verkefnið er stutt á veg komið og verður betur kynnt síðar.

 

FaLang translation system by Faboba