ingunn

Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur og þýðandi er að skrifa doktorsritgerð sem ber vinnutitilinn Jötnar í blíðu og stríðu. Jötnar í norrænni goðafræði; hlutverk þeirra og eðli. Bæði bókmenntaheimildir um norræna goðafræði, sem og öll fræðileg umræða um hana hefur alla tíð aðeins sýnt vettvang goðafræðinnar frá hlið goða og manna, og jötnar verið álitnir höfuðóvinir goðanna.
Í rannsókn sinni leggur Ingunn áherslu á nálgun efnisins frá þveröfugum sjónarhóli, þ.e. að skoða efnið frá hlið jötnanna eftir því sem kostur er og komast þannig hugsanlega nær eðli þeirra og hlutverki innan goðheimsins og hugmynda manna um hann.

FaLang translation system by Faboba