mordur

Í Öndvegisfóðri þann 30. apríl kynnti Mörður Árnason 92. útgáfu Pássíusálmanna sem bókaforlagið Crymogea gaf út fyrir skömmu. Kynningin fór þannig fram að eftir stuttan formála var lesinn 30. passíusálmur, Um krossburð Kristí, og fjallað um einstök atriði og efni í sálmunum öllum inn í milli versanna. Minnst var á útgáfusögu sálmanna og stað þeirra í íslenskum og alþjóðlegum bókmenntum, máli þeirra, brag, stíl, hugmyndalegum einkennum og heimsmynd svo sem kostur var út frá einstökum versum eða versahópum. Að lokum var spurt og svarað. Lesarar voru Viðar Hreinsson, Þorleifur Hauksson, Ingunn Ásdísardóttir og Páll Valsson.

FaLang translation system by Faboba