Að þessu sinni var það Kristinn Ágúst Friðfinnsson sem var með erindið:

Menningarmunur. Athugun á mismuni tilfinningaviðbragða í deilum um forræði og umgengni eftir skilnaði, annars vegar múslímskra karlamanna og hins vegar karlmanna sem fæðst hafa inn í íslenska menningu og trú.

 

Fyrirlesturinn fjallar um rannsókn sem hann gerði nýlega með djúpviðtölum við fulltrúa þessara hópa. Þau orð sem fram komu voru kóðuð og síðan kortlögð. Fram kom töluverður mismunur, sem að sumu leyti kom á óvart en studdi á sama tíma tilgátur og kenningar um efnið.

 

 Niðurstöðurnar notar Kristinn í meistararitgerð sem hann er að vinna að og mun leggja fram við Kaupmannahafnarháskóla. Þar hefur hann verið í námi í sáttamiðlun. Hluti þess náms fjallar um átakafræði.

FaLang translation system by Faboba