Atli Antonsson bókmenntafræðingur hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Rannsóknaþjónustu ReykjavíkurAkademíunnar og mun sinna fjölbreyttum verkefnum sem tengjast rannsóknum og rannsóknamiðlun. Atli er með netfangi atli [hja] akademia.is
Atli stefnir að því að verja doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands í sumar (2024). Í doktorsverkefninu hefur hann reynt að bregða ljósi á það hvernig nábýlið við eldspúandi fjöll hefur mótað menningu og sjálfsmynd Íslendinga.