- This event has passed.
Hver var Ragnar Lundborg?
18. January 2024 kl. 12:00 - 13:00
Hver var Ragnar Lundborg?
Ragnar Lundborg var sænskur blaðamaður, sem aflaði sér doktorsgráðu í stjórnskipunarrétti árið 1920 með ritgerð um dansk-íslenzka Sambandslagasamninginn. Hann var samtíðarmaður manna eins og Valtýs Guðmundssonar, Einars Arnórssonar og Bjarna frá Vogi, og átti í tíðum bréfaskriftum við þá og fleiri framámenn sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á þessum tíma. Hann lagði þeirri baráttu dyggilega lið – en virðist nú nánast alveg gleymdur. Auðunn rifjar upp hver þessi sanni sænski Íslandsvinur var.