Samhliða útgáfu stefnu ReykjavíkurAkademíunnar 2021−2025 ákvað stjórn stofnunarinnar að vinna markvisst að því að bætta og auka þjónustuna í Þórunnartúni 2 við félagsfólk og að tala máli þess bæði á vinnumarkaði og í umhverfi rannsókna. Gefin var út Stefnuskrá stjórnar RA 2021-2022 eða aðgerðaáætlun sem unnið var eftir með það að markmiði að ReykjavíkurAkademían verði miðja samfélags sjálfstætt starfandi fræðafólks og starfi í þágu þess og samfélagsins alls að því að tengja, miðla, hvetja, styðja og skapa.
Stjórn ReykjavíkurAkadmeíunnar 2022-2024 vann eftir stefnuskránni og hefur nú uppfært hana undir heitinu Aðgerðaáætlun stjórnar 2022-2024. Sjá: Adgerdaaetlun stjornar 2022-2024.
Eins og áður er verkefninu skipt í fjögur undirmarkmið sem öll skarast með einum eða öðrum hætti:
I. skilgreina hópinn og fylkja liði
II. styrkja rannsóknainnviði og umhverfi rannsókna
III. leiða í ljós hagræn áhrif af starfsemi sjálfstætt starfandi fræðafólks
IV. gæta hagsmuna fræðafólks á vinnumarkaði