Íslensk menning I
Arfur og umbylting. Rannsókn á íslenskri rómantík (1999)
Sveinn Yngvi Egilsson
Nítjánda öldin er tímabil rómantísku skáldanna í íslenskum bókmenntum, fagurkera á borð við Jónas Hallgrímsson, Grím Thomsen, Benedikt Gröndal og Gísla Brynjúlfssonar. En þeir voru annað og meira en ljóðrænir sveimhugar og náttúrudýrkendur. Þessi skáld vildu reisa þjóðlega menningu og skáldskap á grunni fornaldarinnar en voru jafnframt í hringiðu evrópskrar sögu og hugmynda. Þau sóttu sér yrkisefni í fornnorrænar goðsagnir, miðaldasögur og íslenska og erlenda frelsisbaráttu. Í ljóðum sínum lofsungu þau sögulega áhrifavalda eins og Napóleon Bónaparte, Lajos Kossuth og Jón Sigurðsson.
Í Arfi og umbyltingu fjallar Sveinn Yngvi Egilsson um úrvinnslu rómantísku skáldanna á bókmenntaarfi miðalda og tengsl þeirra við erlenda skáldjöfra og samtímaviðburði. Bókin veitir ferskum straumum inn í rannsóknir á íslenskri rómantík og fær lesandann til að hugsa á nýjan hátt um ljóðagerð nítjándu aldar.
Íslensk menning er röð veigamikilla fræðirita sem fjalla um ýmsar hliðar sögu og menningar. Ritröðin er gefin út á vegum Hins íslenska bókmenntafélags og ReykjavíkurAkademíunnar.
Ritstjórar eru Adolf Friðriksson og Jón karl Helgason.
Arfur og umbylting er fyrsta bókin sem kemur út í þessari ritröð, hún fæst hjá Bóksölu stúdenta. Smelltu hér.
_________________
Þessi texti er tekinn saman af Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur, 2. júlí 2024 meðal annars á grunni eftirfarandi heimilda:
Vefsafn.is, afrit af vef ReykjavíkurAkademíunnar, www.akademia.is, 10. desember 2007.
Vefsafn.is, afrit af vef ReykjavíkurAkademíunnar, www.akademia.is, 25. nóvember 2009