Aðalfundur ReykjavíkurAkademíunnar
Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna
föstudaginn 12. júlí 2024, kl. 14.00 í Dagsbrún fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar, Þórunnartúni 2, 1.hæð.
TILLAGA TIL BREYTINGA Á LÖGUM FÉLAGS REYKJAVÍKURAKADEMÍUNNAR
Dagskrá aðalfundar:
- Kosning embættismanna fundarins
- Skýrsla stjórnar Félags ReykjavíkurAkademíunnar (FRA)
- Reikningar félagsins
- Umræður um skýrslu stjórnar og atkvæðagreiðsla um reikninga félagsins
- Skýrsla um starfsemi ReykjavíkurAkademíunnar ses
- Reikningar ReykjavíkurAkademíunnar ses bornir upp
- Tillögur um lagabreytingar skulu liggja frammi minnst viku fyrir aðalfund og kynntar félagsmönnum.
- Kjör formanns FRA*
- Kjör stjórnarmanna*
- Kosning í stjórn ReykjavíkurAkademíunnar ses.*
- Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga
- Ákvörðun félagsgjalda
- Önnur mál
* Framboð til stjórna ReykjavíkurAkademíunnar ses og FRA skulu berast skrifstofu á netfangið [email protected] með fjögurra daga fyrirvara eða eigi síðar en á miðnætti mánudaginn 8. júlí.
Atkvæðisrétt á fundinum hafa félagsmenn sem eru viðstaddir og hafa greitt félagsgjald.