- This event has passed.
Í Öndvegi, Um dularfullt lágviðnámslag í jarðskorpu landins
22. October kl. 08:00 - 17:00
—
Þá er komið að Öndvegi um „dularfullt lágviðnámslag í jarðskorpu landins“. Já þið lásuð rétt: Dularfullt lágviðnámslag í jarðskorpu landins. . (Og þetta er ekki jólabók). Einn úr okkar hópi, Knútur Árnason, flytur innleggið.
Nánar um efnið (frá Knúti):
„Í erindinu mun ég fjalla um rannsóknir á „dularfullu“ [djúpstæðu] vel-rafleiðandi lagi (lágviðnámslagi) á 10-15 km dýpi í jarðskorpu landsins. Tilvist þess varð fyrst ljós við rannsóknar Axels Björnssonar o.fl. fyrir um 50 árum. Þá var talið að það væri hlutbráð efst í möttli, undir þunnri og heitri skorpu. Seinni tíma rannsóknir á jarðskjáltabylgjum hafa hinsvegar sýnt að jarðskorpan undir landinu er óvenju þykk (20-40 km) og köld. Djúpa láviðnámslagið er því u.þ.b. í miðri skorpunni, en grynnra undir gosbeltunum og megineldstöðvum. Þótt undarlegt megi virðasta, hafa íslenskir jarðvísindamenn sýnt tilvist, tilurð og gerð djúpa láviðnámslagsins lítinn áhuga síðustu áratugina. Ekki er vitað hvað það er, hvernig það er til komið og hvers vegan það er svo vel (raf-)leiðandi. Áhugi minn vakanði ekki síst við það að sjá djúpa lágviðnámslagið hvelfast upp frá rúmlega 10 km dýpi upp á 5-6 km dýpi undir lághitasvæðinu í Eyjafirði. Nú er í gangi 5 ára verkefni, leitt af Jarðvísindaháskólanum í Wuhan í Kína, í samvinnu við aðra erlendra háskóla (Dyrham í England, Frankfurt í Þýskaland, ETH í Sviss o.fl.) og ÍSOR um frekari mælingar og rannsóknir á djúpa lágviðnámslaginu.“
Fyrirlesarinn:
„Ég er kennilegur eðlisfræðingur að upplagi, en villtist af leið árið 1982 og réð mig (til eins ára) á Orkustofnun. Ég ílendist og hef, undanfarin 40 ár, unnið sem jarðeðlisfræðingur við jarðhitarannsóknir, með viðnámsmælingar (mælingar á rafleiðni jarðar) sem sérsvið. Í seinni tíð hef ég farið að gefa almennum jarðvísindum meiri gaum og vinn nú, í samstarfi við erlenda aðila, að rannsóknum á jarðskorpunni undir landinu.“