1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Skýrsla Fræðaþings 2023 – Innan garðs og utan

Skýrsla Fræðaþings 2023 – Innan garðs og utan

by | 19. Jan, 2024 | Fréttir, Skýrslur og greinargerðir, Útgáfa RA

Út er komin í skýrsluröð ReykjavíkurAkademíunnar skýrsla RA-2024-3 Fraedathing2023utan en þar var sjónum beint að hlutverki hug- og félagsvísinda, þeim hluta fræðasamfélagsins sem starfar utan háskólanna, að opinberri fjármögnun áhugadrifinna rannsókna og möguleikum ungs fræðafólks að láta til sín taka við rannsóknir og þekkingarmiðlun. Hægt er að horfa á upptökur frá Fræðaþinginu á vef ReykjavíkurAkademíunnar.

Í skýrslunni er birt eftirfarandi efni sem tengist fræðaþinginu: Dagskrá þingsins og lista yfir alla þá sérfræðinga, 21 talsins, sem tóku þátt í fjórum pallborðunum sem var stýrt af Viðari Hreinssyni, Steinunni J. Kristjánsdóttur, Ingunni Ásdísardóttur og Ásta Kristínu Benediktsdóttur undir yfirskriftunum: Hlutverk hug- og félagsvísinda, Fræðasamfélagið utan háskólanna, Fjármögnun áhugadrifinna rannsókna og Unga fólkið – framtíð fræðanna.

Á undan hverju pallborði var spilað stutt myndband þar sem umræðan var römmuð inn og eru textarnir birtir í skýrslunni auk setningarávarps Lilju Hjartardóttur formanns stjórnar RA, lykilfyrirlesturs Davíðs Ólafssonar og samantekt Sólveigar Ástu Sigurðardóttur á því sem kom á  þinginu undir yfirskriftinni Horft fram á veginn. Þá er í skýrslunni birt skýrsla Ólafar Önnu Jóhannsdóttur verkefnisstjóra fræðaþingsins.

Skýrslan Fraedathing 2023 – Innan garðs og utan er númer RA-2004-3 í skýrsluröð RA og ritstjórar eru Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir og Lilja Hjartardóttir.