Miklar umræður fór fram meðal demóna og stjórnenda ReykjavíkurAkademíunnar á starfsárinu 2023-2024 um hvernig bæta mætti stuðning stofnunarinnar við útgáfustarfsemi félagsmanna. Meðal annars var óskað eftir því að haldin yrðu námskeið um útgáfumál, að Akademían aðstoðaði við gerð útgáfusamninga og gerði samninga við bókaútgáfur um útgáfu fræðirita.
Þá var skipaður í apríl 2024 vinnuhópur stjórnar um útgáfumál. Hlutverk hans er að undirbúa og halda fund í ReykjavíkurAkademíunni um útgáfumál og hvernig ReykjavíkurAkademían getur stutt við félagsfólk sitt þegar kemur að útgáfu fræðibóka. Í kjölfarið mun hópurinn leggja fram tillögur fyrir stjórn. Í hópnum sitja þau Oddný Eir Ævarsdóttir, Haukur Arnþórsson, Unnur G. Óttarsdóttir og Þórunn Valdimarsdóttir.
Með vísun í það hlutverk ReykjavíkurAkademíunnar að vera vettvangur fræðilegra miðlunar og styðja við fræðafólk í störfum samþykkti stjórn ReykjavíkurAkademíunnar ramma við útgáfu fræðirita þar sem mögulegur stuðningur stofnunarinnar við útgáfu félaga er reifaður. Ramminn er birtur í skýrslunni Rammi um útgáfu fræðirita. Ritstjóri Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir. (Reykjavík, júlí 2024) RA-2024-8