Stjórnarskrá í 150 ár
17. January kl. 14:00
Föstudaginn 17. janúar 2025 kl. 14–17
í sal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu
Hvernig stendur Stjórnarskrá Íslands í alþjóðlegu samhengi og uppfyllir hún nauðsynlegar þarfir nútímaríkja? Hefur stjórnarskráin verið forsenda nýrrar samfélagsgerðar og framfara undanfarin 150 ár?
Í tilefni þess að 150 ár eru liðin síðan Stjórnarskrá Íslands gekk í gildi boðar ReykjavíkurAkademían til málstofu í Þjóðminjasafninu.
Dagskrá:
14.00 Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, setur málstofuna.
14.10 „Staða núgildandi stjórnarskrár í alþjóðlegu ljósi“ Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu.
15.00 „Hlutverk stjórnskipunarlaga á Íslandi í þúsund ár“ Lára Magnúsardóttir, sagnfræðingur og fræðimaður við RA.
15.20 „Hugmyndafræðin að baki Stjórnarskrá Íslands 1874“ Þór Martinsson, sagnfræðingur fræðimaður við RA
15.40 „Er stjórnarskráin dönsk?“ Dr. Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur fræðimaður við RA
16.00 „Endurskoðun stjórnarskrárinnar: Sagan endalausa?“ Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri stjórnskipunar í forsætisráðuneytinu.
16.20 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður og ráðherra 2017–2024, stjórnar pallborðsumræðum.
17.00 Málstofu slitið, léttar veitingar.
Fundarstjóri er Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, doktorsnemi við Gautaborgarháskóla og fræðimaður við RA.