- Forsíða »
- Um stofnunina » ReykjavíkurAkademían
ReykjavíkurAkademían
Frá stofnun árið 1997 hefur markmið ReykjavíkurAkademíunnar verið að nýta vel krafta sjálfstætt starfandi fræðimanna í hug- og félagsvísindum og að búa þeim starfsumhverfi sem auðveldar þeim að láta til sín taka. Á þeim forsendum hefur ReykjavíkurAkademían verið mikilvægt kennileiti í menningar- og menntalandslagi alls landsins, fyrst í JL-húsinu við Hringbraut en frá árinu 2014 í Þórunnartúni 2. Þar hefur Akademían hýst margvíslega starfsemi sem flokkast undir fræði- og menningarstarfsemi í víðri merkingu þótt kjölfestan sé og hafi verið fræðilegar grunnrannsóknir innan ólíkra greina félags- og hugvísinda.
ReykjavíkurAkademían er rannsóknastofnun og vettvangur fjölfaglegs samstarfs fræðimanna um rannsóknir og miðlun fræða eftir því sem starfið innan vébanda Akademíunnar gefur tilefni til hverju sinni. Í Þórunnartúni starfa ríflega fjörtíu fræðimenn sem vinna að fjölbreyttum rannsóknum og verkefnum tengdum menningu og listum. Þar eru einnig til húsa félög og lítil fyrirtæki sem þrífast vel í og styrkja hið þverfaglega fræðaumhverfi sem Akademían er þekkt fyrir.