1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Gammablossar 20. nóvember

Gammablossar 20. nóvember

by | 18. Nov, 2009 | Fréttir, Fyrirlestrarröð RA, Viðburðir RA

Fyrirlestraröð í ReykjavíkurAkademíu sem er haldin einu sinni í mánuði

Föstudagur í ReykjavíkurAkademíu
JL-húsinu – Hringbraut 121 – 4. hæð (stóri salurinn)
Kl. 12:05-13:00

20. nóvember 2009 – Ragna Sara Jónsdóttir,

„Erlendar fjárfestingar og samfélagsáhrif. Getur reynsla af fjárfestingum í þróunarlöndum nýst Íslandi?”

ragna sara jonsdottir.jpg

 

Ragna Sara Jónsdóttir er M.Sc í alþjóðaviðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn.

Ragna starfar sem ráðgjafi hjá Nordic Business and Development og hefur meðal annars unnið fyrir Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) og utanríkisráðuneytið.

Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og skrifað greinar í dagblöð og tímarit um alþjóðaviðskipti, fjárfestingar, þróunarmál og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.

Yfirlit fyrirlestrarins:

Ragna Sara Jónsdóttir hefur skoðað áhrif beinna erlendra fjárfestinga í þróunarlöndum og fjallar um við hvaða skilyrði hægt er að ná fram sem jákvæðustum samfélagsáhrifum. Ragna Sara byggir umfjöllunina á rannsókn sinni á þróunarsjóðum í Danmörku sem hafa það að markmiði að stuðla að velferð með fjárfestingum í þróunarlöndum. Í fyrirlestrinum verður velt upp spurningum eins og: Hvaða áhrif geta beinar erlendar fjárfestingar haft á velferð samfélaga? Hvernig er hægt að stuðla að sem jákvæðustum áhrifum erlendra fjárfestinga? Hvert er hlutverk fyrirtækja í samfélaginu almennt og hvaða siðferðislegu kröfur eru gerðar til fyrirtækja í kjölfar efnahagskreppunnar? Ísland stendur nú frammi fyrir þeirri áskorun að laða til sín erlendar fjárfestingar. Er hægt að tryggja að þær hafi jákvæð áhrif á íslenskt hagkerfi og samfélag?