1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Sjálfsmynd í kastljósi fjölmiðla 16. apríl

Sjálfsmynd í kastljósi fjölmiðla 16. apríl

by | 15. Apr, 2010 | Fréttir

 

Sjötti fyrirlestur í samstarfsverkefni ReykjavíkurAkademíunnar, ÍNOR og Háskólans á Bifröst fer fram í hátíðarsal akademíunnar föstudaginn  16. apríl frá klukkan kl. 12:00 -13:30. Heiða Jóhannsdóttir, kvikmynda- og menningarfræðingur, flytur fyrirlesturinn  Sjálfsmynd í kastjósi fjölmiðla:Sviðsetning þjóðar í tengslum við leiðtogafundinn 1986.

Öll velkomin.

 

 

Sjálfsmynd í kastjósi fjölmiðla:
Sviðsetning þjóðar í tengslum við leiðtogafundinn 1986.
Heiða Jóhannsdóttir

 

Sú sjálfsskoðun sem þjóðinni er nauðsynleg í kjölfar hrunsins kallar m.a. á krufningu á þeim þjóðernislegu ímyndum og frásögnum sem mótast hafa á síðustu árum. Í erindinu verður skyggnst aftur í tímann og sjónum beint að alþjóðlegu fjölmiðlaathyglinni sem Ísland hlaut í tengslum við leiðtogafundinn í Reykjavík árið 1986. Athugað verður hvernig þjóðin sviðsetti sig og var sviðsett í viðstöðulausu kastljósi fjölmiðla og þá einkum hvaða þjóðlegu „sérkennum” var haldið á lofti, hvernig Íslendingar brugðust við sjónmáli fjölmiðlanna og hvaða merkingu atburðurinn hafði fyrir ímyndasköpun Íslands.

Heiða Jóhannsdóttir vinnur að doktorsritgerð í kvikmynda- og menningarfræði við University College London. Hún hefur gefið út greinar og þýðingar í íslenskum og erlendum fræðiritum og starfar sem stundakennari í Íslensku- og menningardeild við Háskóla Íslands.