1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Aflaklær

Aflaklær

by | 24. Sep, 2010 | Fréttir

Í gær, fimmtudaginn 23. september, var tilkynnt um starfsstyrki Hagþenkis 2010 við hátíðlega athöfn þar semstyrkegar 20103.jpgstyrkþegum voru færðar rauðar rósir. 12 milljónum króna var úthlutað til 38 verkefna og voru akademónar sérdeilislega fengsælir.

Gylfi Gunnlaugsson og Clarence E. Glad voru meðal þeirra fjögurra sem hæstan styrk hlutu, 600.000 kr. Clarence fyrir verkefnið Rannsókn á áhrifum nýhúmanismans og grískrómverskrar arfleifðar á íslenska þjóðernisumræðu á tímabilinu 1830-1918 og Gylfi til verkefnisins Þættir úr viðtökusögu norrænna fornbókmennta.

Aðrir demónar (núverandi eða sem hér hafa verið á síðustu misserum) sem hlutu styrki eru:

Gunnþóra Ólafsdóttir 300.000 kr

Ritun bókar byggðri á doktorsritgerðinni Relating to Nature: The performative spaces of Icelandic tourism

Ingunn Ásdísardóttir 300.000 kr

Frigg – Freyja – Jötnar (kaflar í yfirlitsrit um norræna goðafræði á ensku) 300.000

Ingunn Þóra Magnúsdóttir 300.000 kr

Íslenskir listamenn í eldlínu – Baráttusaga. Menningarferð í samfylgd Bandalags íslenskra listamanna

Jón Yngvi Jóhannsson 300.000 kr

Ævisaga Gunnars Gunnarssonar

Viðar Þorsteinsson: 300.000 kr

Palestína – landið bakvið múrinn

Þá hlutu tveir Akureyrarakademónar styrki:

Jón Hjaltason 600.000 kr

Fáein ár (1857-1869) í ævi Sveins Þórarinssonar og eiginkonu hans Sigríðar Jónsdóttur (foreldrar Nonna)

Margrét Guðmundsdóttir 300.000 kr

Dagbækur Elku Björnsdóttur (1881–1924) verkakonu í Reykjavík með formála og eftirmála

ReykjavíkurAkademían óskar styrkþegum innilega til hamingju og velfarnaðar í fræðistörfum sínum.