Þriðjudaginn 12. október 2010 kl. 20:00 stendur Mannfræðifélag Íslands fyrir fyrirlestri í ReykjavíkurAkademíunni. Þar mun Hjálmar Gunnar Sigmarsson, MA í mannfræði og sérfræðingur á Jafnréttisstofu, lýsa reynslu sinni í Bosníu og varpa ljósi á stöðu jafnréttismála þar í landi. Einnig mun hann fjalla um það hvernig það var fyrir íslenskan mannfræðing að vinna að þróunarmálum í landi sem á flókna sögu og lifir við erfitt stjórnmálaástand.
Hjálmar útskrifaðist sem MA í mannfræði frá Háskóla Íslands vorið 2006. Hann hefur unnið að jafnréttismálum síðan 2003 og hóf störf á Jafnréttisstofu 2007 sem sérfræðingur. Undanfarin tvö ár hefur hann unnið á vegum Friðargæslunnar, sem jafnréttisráðgjafi hjá UNIFEM í Bosníu og Herzegovínu.