1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Réttlætiskennd og samfélagssýn

Réttlætiskennd og samfélagssýn

by | 18. Oct, 2010 | Fréttir

rettlaetiskennd.jpg

 

Málþing Glímunnar, ReykjavíkurAkademíunnar og Skálholtsskóla

laugardaginn 30. október 2010, kl. 10-16

í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, 4. hæð


Mikið er nú rætt um þörfina á því að breyta leikreglum íslensks samfélags, gildismati þess og umræðuhefð. Segja má að bæði orsakir og fyrstu afleiðingar efnahagskreppunnar hafi einkum sært réttlætiskennd fólks: sjálfbirgingsháttur og ábyrgðarleysi eru talin til ástæðna kreppunnar og áhrif hennar á almenning eru umfram allt ósanngjörn. Þessar breyttu aðstæður má þó nýta sem tækifæri til þess að endurmóta samfélagið og stuðla að auknu þjóðfélagslegu réttlæti.

Clarence E. Glad, guðfræðingur: Réttlæti, sjálfsmynd og samfélagssýn á upphafsárum kristni

Sigurjón Árni Eyjólfsson, guðfræðingur: Viðurkenning og réttlæti(ng)

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur: Samfélagssýn og ábyrgð kjósenda

Jón Ólafsson, heimspekingur: Sannleikur og lygi

— hlé —

Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur: Réttlæti og vald

Egill Arnarson, heimspekingur: Mergð eða sjálfsvera? Um hugsanlegt eðli búsáhaldabyltingarinnar

Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, mannfræðingur: Skipta mannréttindi máli í viðskiptum?

Einar Már Guðmundsson, rithöfundur: Vangaveltur um stöðuna

— umræður —

Fundarstjóri: Kristinn Ólason, guðfræðingur

Undanfarin ár hefur tímaritið Glíman í samstarfi við Skálholtsskóla og ReykjavíkurAkademíuna staðið fyrir þverfaglegum málþingum um samfélagsleg efni, m.a. Grunngildi og verðmætamat haustið 2008 og Sjálfsmynd þjóðar haustið 2009. Á þessu málþingi er ætlunin að skoða ólíka fleti tengslanna milli réttlætiskenndar og samfélagssýnar, t.d. út frá samtímahugmyndum í stjórnspeki en einnig út frá sögulegri tilurð samfélagsins og stöðu einstaklingsins innan þess. Í þessu samhengi er m.a. nauðsynlegt að athuga hvaða þættir móta sjálfsmynd samfélagsins og einstaklingsins, t.d. hugmyndir um réttlæti, viðurkenningu og vald.

Þetta er sjöunda málþingið sem Glíman skipuleggur í samvinnu við áðurnefnda aðila.