ReykjavíkurAkademían, rannsóknarstofnun og nýsköpunarmiðstöð í menningar, hug- og félagsvísindum, leitar eftir samstarfi við umsækjendur um um START rannsóknastöðustyrki Rannsóknasjóðs. Sjá www.rannis.is
Um er að ræða áætlun um nýja rannsóknastöðustyrki sem veittir eru í samstarfi við Mannauðsáætlun Evrópusambandsins (PEOPLE / Marie Curie). Hæfir til að sækja um eru allir þeir sem lokið hafa doktorsprófi á síðastliðnum fimm árum.
Leitað er eftir fræðimönnum á sviði menningar, hug- og félagsvísinda sem hafa áhuga á að sækja um styrki í samstarfi við ReykjavíkurAkademíuna og stunda rannsóknir sínar innan vébanda hennar.
Áætlunin skiptist í fjóra undirflokka:
Outgoing fellowships
Incoming fellowships
Reintegration fellowships
Fellowships without mobility
Umsóknarfrestur er til 15. júní 2011 (kl. 16:00). Styrkirnir eru veittir í 12-24 mánuði með möguleika á allt að 12 mánaða framlengingu.
Allar nánari upplýsingar um styrkina má finna á heimasíðu Rannsóknamiðstöðvar Íslands, www.rannis.is en upplýsingar um ReykjavíkurAkademíuna gefur Sólveig Ólafsdóttir framkvæmdastjóri, [email protected].
Jafnfram auglýsir ReykjavíkurAkademían starfsaðstöðu fyrir sjálfstætt starfandi fræðimenn lausa til umsóknar frá og með 1. júní næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa ReykjavíkurAkademíunnar, [email protected], s. 562 8561, www.akademia.is