í útgáfu Reykjavíkur Akademíunnar og Presses de l’Université du Québec. Ritstjóri er
Sumarliði R. Ísleifsson í samstarfi við Daníel Chartier. Í bókinni má finna 21 fræðilega grein
um Ísland og ímyndir Norðursins fyrr og nú eftir jafn marga höfunda. Á málþinginu verður
umræðunni um ímyndir Íslands haldið áfram og velt fyrir sér hvort hið margfræga Hrun hafi
haft einhver áhrif þar á.
Kynning og opnunarerindi:
Sumarliði Ísleifsson verkefnastjóri INOR hópsins og ritstjóri bókarinnar og
Kristinn Schram forstöðumaður Þjóðfræðistofu á Ströndum
Þátttakendur í pallborði:
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri,
Jón Karl Helgason dósent við Háskóla Íslands,
Tinna Grétarsdóttir mannfræðingur
Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður markaðssókn, Íslandsstofu.
Umræðustjóri Viðar Hreinsson stjórnarformaður RA.
Málþingið er haldið á vegum Inor hópsins (inor.is) í samstarfi við Reykjavíkur Akademíuna
Hægt er að kaupa bókina á staðnum að málþingi loknu.
Dagskráin er eftirfarandi:
15:00 – 15:15 Sumarliði Ísleifsson kynnir bókina og hugmyndafræði hennar
15:10 – 15:30 Kristinn Schram fjallar um áhrif ímynda á menningarpólitík, þverþjóðleg samskipti og hversdagslíf Íslendinga – ekki síst á tímum útrásarinnar svokölluðu.
15: 30 – 15:50 Innlegg frá þátttakendum í pallborði.
15:50 – 16:30 Pallborðsumræður – umræðustjóri Viðar Hreinsson Stjórnarformaður RA.
16:30 – 17:00 Hressing og óformlegt spjall