1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Breathing spaces

Breathing spaces

by | 12. Jun, 2012 | Fréttir

gunnthora_1_b.jpg

Þær gleðifréttir bárust í gær að dr. Gunnþóra Ólafsdóttir landfræðingur og verkefnastjóri Rannsókna(s)miðju ReykjavíkurAkademíunnar hefur hlotið brautargengi til rannsóknarstöðu við Háskólann í Lúxemborg.

Verkefni Gunnþóru nefnist “Breathing Spaces”: Relating to nature in the everyday and its connections to health and well-bein og er sjálfstætt framhald af doktorsverkefninu hennar “Relating to Nature: the performative spaces of Icelandic tourism”, sem rannsakaði hlutverk náttúru og landslags í upplifunum fólks og þeim áhrifum sem það verður fyrir á ferðalagi um óbyggðir Íslands.

Rannsóknin byggðist á þeirri víðteknu hugmynd að samneyti við náttúruna hefur góð (jafnvel lækninga) áhrif á líðan einstaklinga og líf þeirra og þar eigi náttúran sjálf mikinn þátt í. Í þetta sinn verður kastljósinu beint að frístundaathöfnum í borgarumhverfinu með það að markmiði að kanna áhrif umhverfis, sér í lagi borgarnáttúrunnar á líðan einstaklinga. Áhrif hreyfingar (iðju) og hugsana á líðan verður einnig rannsökuð.

Framhaldsverkefnið gefur færi á að
prófa niðurstöður sem fengust í doktorsrannsókninni og kanna þær sem innlegg í hinu lífeðlisfræðilega ferli sem á sér stað þegar vanlíðan breytist í vellíðan. Verkefnið er þverfaglegt og heildrænt. Það byggir annars vegar á vísindalegri hugsun, kenningum og rannsóknaaðferðum í sálfræði, umhverfissálfræði, taugalíffræði, lífeðlisfræði og lýðheilsufræði og hins vegar á fyrirbærafræðilegri nálgun sem þróuð var fyrir doktorsverkefnið. Hluti af verkefninu er að rannsaka tengslin á milli mismunandi vísindagreina.


Rannsóknaverkefnið er til þriggja ára. Það verður unnið undir stjórn dr. Claus Vögele, prófessor í heilsusálfræði við University of Luxembourg og dr. Paul Cloke, prófessor í mannvistarlandfræði við University of Exeter. Aðrir samstarfsmenn/leiðbeinendur eru prófessor Þór Eysteinsson, dr. Björg Þorleifsdóttir og dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir, Háskóla Íslands, dr. Marcia Worrell Roehampton University, London, dr. Juliane Hellhammer  DAaCRO GmbH & Co. KG í Trier,  og  dr. Elissa Epel,  dr. Jue Lin og prófessor Elizabeth Blackburn við University of California, San Francisco.

ReykjavíkurAkademían óskar Gunnþóru alls hins besta og þakkar henni vel unnin störf sem verkefnastjóri nýju Rannsókna(s)miðju RA á síðustu mánuðum.