1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

by | 2. Dec, 2013 | Fréttir

Frá árinu 2005 hefur Bandalag þýðenda og túlka veitt Íslensku þýðingarverðlaunin og í gær, 1. desember voru fimm einstaklingar tilnefndir og þar á meðal er hún Ingunn okkar Ásdísardóttir fyrir þýðingu á Ó – Sögum um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen sem Uppheimar gefa út. 

Í Ó – søgur um djevulskap segir Carl Jóhan Jensen sögu Færeyja í óvenjulegri skáldsögu. Í bókinni fléttast saman margradda 200 ára epísk átakasaga sem Jensen eykur með ítarlegum neðanmálsgreinum sem grípa inní söguna, draga fram aðrar hliðar á frásögninni og snúa útúr henni. Orðfæri sögunnar er snúið, kostulegt og ævintýralegt, skreytt tilbúnum orðum og orðleysum, og verkið er endalaus sjóður af óvæntum uppákomum í tungumálinu. Ingunn Ásdísardóttir leysir með glæsibrag hverja þá erfiðu þraut sem við henni blasir.

 

Þeir sem tilnefndir eru ásamt Ingunni eru:

María Rán Guðjónsdóttir fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Rödd í dvala eftir Dulce Chacón sem Sögur gefa út.


Njörður P. Njarðvík fyrir þýðingu sína á ljóðum Thomasar Tranströmer. Uppheimar gefa út.

Rúnar Helgi Vignisson fyrir þýðingu á Sem ég lá fyrir dauðanum eftir William Faulkner. Útgefandi Uppheimar.

Stefán Steinsson fyrir þýðingu á Rannsóknum Heródótusar sem Forlagið gefur út.

Sjá nánar á vefsíðu Bandalag þýðenda og túlka