Þuríður Jónsdóttir akademón og tónskáld hefur í samstarfi við myndlistamennina Ólöfu Nordal og Gunnar Karlssonar sett upp verkið Lusus naturae í Hafnarborg. Verkið samanstendur af tónlist
og hreyfimynd ásamt lifandi tónlistargjörningi sem verður fluttur á morgun fimmtudaginn 29. maí kl. 20:00. Flytjendur eru Gunnar Guðbjörnsson tenór, Snorri Heimisson kontrafagott og Íslenski flautukórinn.
Þess má geta að Þuríður hefur margsinnis verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna og Tónskáldaverðlauna Norðurlandaráðs.