Hlutverk og stefna Akademíunnar
Hlutverk og stefna
Hlutverk ReykjavíkurAkademíunnar er að virkja og tengja saman fræðimenn og hvetja til fjölfaglegs samstarfs milli einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja, þekkingasetra, háskóla, annarra mennta-, menningar- og fræðastofnana innanlands og utan. Einnig stuðlar Akademían að fræðilegri og gagnrýnni samfélagsumræðu og hefur frumkvæði að rannsóknar- og þróunarverkefnum og tekur virkan þátt í fræðilegri umræðu og þróun í menningar- hug- og félagsvísindum og tengslum þeirra við samfélagsþróun og atvinnulíf.
Akademían er vettvangur fjölfaglegs samstarfs fræðimanna sem hefur leitt til fjölda rannsóknaverkefna, málþinga og ráðstefna, námskeiða, vinnustofa og sýninga, allt eftir því sem verkefnin innan vébanda Akademíunnar gefa tilefni til hverju sinni.
- Samþykktir ReykjavíkurAkademíunnar (2006)
- Samningur við ráðuneytið um ráðstöfun rekstarframlags 2014-2016 (endurnýjaður árlega frá 2017)
- Stefna ReykjavíkurAkademíunnar 2021-2025
- Aðgerðaáætlun stjórnar 2022-2024 (Mars 2024)
- Stjórnskipulag ReykjavíkurAkademíunnar (Júlí 2024)
- Gagnavistunarstefna ReykjavíkurAkademíunnar (Apríl 2024)
- Umgjord Rannsoknaþjónustu ReykjavíkurAkademiunnar (Mars 2024)
Stuðningur við sjálfstæðar rannsóknir
Styrktarsamningur mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Akademíunnar frá árinu 2017 kveður á um að Akademían veiti háskólastúdentum í framhaldsnámi, hérlendis sem erlendis, aðstoð og aðstöðu eftir föngum. Einnig er það hlutverk Akademíunnar að veita ráðgjöf og upplýsingar um fjármögnunarmöguleika, styrkumsóknir, rekstur rannsóknarverkefna og samstarfsmöguleika við fræðimenn innanlands sem utan. Síðustu ár hefur því verið rekin sérstök aðstaða fyrir framhaldsnema í erlendum sem og innlendum háskólum þar sem þeir fá tímabunda aðstöðu og aðgang að samfélagi Akademíunnar á meðan þeir ljúka við lokaverkefni sín.
Í byrjun árs 2014 var RannsóknarSmiðjan stofnuð en markmið hennar er að efla og styrkja akademískar rannsóknir innan Akademíunnar og halda utan um fræðilega viðburði á vegum stofnunarinnar. Fræðimönnum innan ReykjavíkurAkademíunnar gefst tækifæri til að sækja um styrki í nafni hennar.
- Umgjörð Rannsóknaþjónstu ReykjavíkurAkademíunnar (Mars 2024)