Mímisþing – málþing íslenskunema – verður haldið í samstarfi við ReykjavíkurAkademíuna laugardaginn 28. mars 2009 í fundarsal hennar á 4. hæð í JL-húsinu við Hringbraut.
Skipulögð dagskrá stendur frá 12:00 til 17:30 með tveimur hléum þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og kaffi. Eftir að dagskránni lýkur verða drykkir í boði og tilheyrandi kátína.
Fundarstjóri er Gyða Erlingsdóttir.
Fyrirlestrarnir eru þessir:
12:00 – 12:30
Þorsteinn Surmeli
„Því ég er orðinn ávísun / og þú kvittun”
– Náttúra og ónáttúra í ljóðum Þorsteins frá Hamri
12:30 – 13:00
Margrét Samúelsdóttir
Leit í veruleikafirringu
– Veruleikaleit, sjálfsleit, makaleit
13:00 – 13:30
Sigurrós Eiðsdóttir
Kaldhæðni og ákveðni skoðuð í Bakþankatextum Þórgunnar Oddsdóttur
13:30 – 14:00
Hlé – kaffi
14:00 – 14:30
Kristín Lena Þorvaldsdóttir
Að koma auga á málfræðilegar formdeildir
– Um hlutverk augna í íslenska táknmálinu
14:30 – 15:00
Magnús Sigurðsson
„Í leiðindum”
– Um Evu Hjálmarsdóttur skáld
15:00 – 15:30
Csaba Oppelt
Þýðingar Steingríms Thorsteinssonar á kvæðum Alexanders Petöfi
15:30 – 16:00
Hlé – kaffi
16:00 – 16:30
Einar Freyr Sigurðsson og Hlíf Árnadóttir
Nefnifallssamræmi og þolmynd
16:30 – 17:00
Sigurður Jón Ólafsson
Erótík í fornaldar- og riddarasögum
17:00 – 17:30
Þorleifur Hauksson
„Grýluvandinn leystur”
– Um Sverris sögu