1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Morgunkaffi um menningarstjórnun 11. apríl

Morgunkaffi um menningarstjórnun 11. apríl

by | 6. Apr, 2009 | Fréttir

Meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og ReykjavíkurAkademían bjóða í annað sinn í Morgunkaffi um menningarstjórnun 11. apríl laugardaginn klukkan 10 – 12 í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar.

Norræna menningarmódelið: Er það til?

Er menningarstefna pólitík eða munaður?

Undir hnífinn: Blómstra listir í kreppunni?

Menningarstefna á niðurskurðartímum.

 

Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi í kjölfar efnahagshrunsins og áherslur í menningarstefnu opinberra aðila hafa verið til umræðu í því samhengi.

Spurningar vakna um fjármuni til reksturs menningarstofnana, viðfangsefni menningarstefnu og meinta stefnu eða stefnuleysi stjórnvalda í menningarmálum.

Því er tímabært að taka stöðuna á menningarmálunum, bera saman nýlegar rannsóknir á opinberri menningarstefnu á Íslandi í samanburði við aðrar þjóðir og velta upp spurningum um framtíðina.


Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir en boðið verður uppá kaffi og páskakleinur .