Tónlistarakademía Íslands – félags doktora í tónlist
Tónlistarakademía Íslands – félags doktora í tónlist var stofnað 5. október 2014. Markmið félagsins er að efla tónlistarrannsóknir og tónlistarmenntun á háskólastigi, styrkja stöðu þeirra sem lokið hafa doktorsnámi í tónlist og nýta þann mannauð sem felst í þessari menntun. Á stefnuskrá FDTÍ er t.a.m. undirbúningur stofnunar doktorsnáms í tónlist og samstarf við menningar- og menntastofnanir innanlands og erlendis. Félagið mun ennfremur álykta um mál sem snúa að tónlistarmenntun og rannsóknum á háskólastigi og standa vörð um faglega hagsmuni félagsmanna. Stjórn og varastjórn FDTÍ skipa: Dr. Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari og formaður; Dr. Kjartan Ólafsson, tónskáld; Dr. Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, tónlistarfræðingur; Dr. Ragnheiður Ólafsdóttir, tónlistarfræðingur; Dr. Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari. FDTÍ býður tónlistarfólk með doktorspróf búsett á Íslandi og erlendis velkomið í félagið.