- This event has passed.
Hvað kunni Hrafn Sveinbjarnarson? Þekkingarþróun íslenskra lækninga.
7. November 2019 kl. 12:00 - 13:00
Hádegisfyrirlestur ReykjavíkurAkademíunnar nefnist Hvað kunni Hrafn Sveinbjarnarson? Þekkingarþróun íslenskra lækninga. Í honum gerir Ólína grein fyrir þróun og þekkingarsköpun íslenskra lækninga fram á 18. öld og tengsl lækninganna við töfra og trú. Meðal þeirra heimilda sem kynntar verða til sögu er gamalt lækningahandrit sem Ólína telur að rekja megi til sjálfs Hrafns Sveinbjarnarsonar, og varpar nýju ljósi á læknisþekkingu hans og viðfangsefni.
Ólína beitir þverfaglegri nálgun á viðfangsefni sín og nýtir sér aðferðir bókmenntafræði, sagnfræði, þjóðfræði, menningar- og félagssögu.
Fyrirlesturinn verður haldinn í fundarsal Akademíunnar, Þórunnartúni 2, 4. hæð.
Um höfundinn:
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur, er fædd í Reykjavík 1958. Hún lærði íslensku, þjóðfræði og heimspeki við Háskóla Íslands og lauk þaðan doktorsprófi í íslenskum bókmenntum árið 2000.
Ólína var ein af stofnendum ReykjavíkurAkademíunnar á sínum tíma. Auk þess að sinna fræða- og ritstörfum hefur hún verið háskólakennari, skólameistari og fjölmiðlamaður. Hún var virk í stjórnmálum um árabil sem borgarfulltrúi og alþingismaður.
Ólína er höfundur nýútkominnar bókar, Lífgrös og leyndir dómar. Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi, sem er hennar sjötta bók. Hádegisfyrirlesturinn byggir hún á rannsóknarniðurstöðum bókarinnar.