Sjöundi fyrirlestur í samstarfsverkefni ReykjavíkurAkademíunnar, ÍNOR og Háskólans á Bifröst fer fram í hátíðarsal akademíunnar föstudaginn 30. apríl frá klukkan kl. 12:00 -13:30. Valur Ingimundarson, prófessor, flytur fyrirlesturinn Ísland og „norðurslóðir: Goðsagnir, ímyndir og stórveldahagsmunir. Í erindinu verður fjallað um hugmyndir um norðurslóðir á Íslandi, hlutverk norðurskautsins í íslenskum utanríkis- og öryggismálum og togstreituna milli fullveldis og alþjóðastjórnunar. Vikið verður að pólitískri hugtakanotkun um „norðrið,” ríkjahagsmunum, stórveldapólitík, sjálfsmyndarstjórnmálum og goðsögnum.
Valur Ingimundarson er prófessor í samtímasögu við Háskóla Íslands. Hann er með doktorspróf frá Columbia University í New York og hefur skrifað bækur og fræðigreinar um alþjóða- og utanríkismál.
Á vef Háskólans á Bifröst (www.bifrost.is) verður hægt að nálgast upptökur fyrirlestranna á meðan röðin stendur yfir.
Sjá nánar á www.inor.is
Verkefnið er stutt af Reykjavíkurborg