Í öndvegi fimmtudaginn 23. febr. næstkomandi mun dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur fjalla um þingstörf alþingis frá því það fór í eina deild 1991 til 2016 eða í aldarfjórðung. Þá var myndaður gagnagrunnur um þingmál, þingmenn og þingfundi sem gefur mikilvægar upplýsingar.
Þessi mál verða sett í samhengi við kenningar um þjóðþing og þær samanburðarrannsóknir á þeim sem fyrir hendi eru. Áhugasamir eru hvattir til að mæta í Bókasafn Dagsbrúnar kl. 12:00. Snarl í boði hússins.