- This event has passed.
(Fyrir félaga FRA) Wikipedia og önnur Wikimedia verkefni – Hvaða gagn hef ég af því?
27. February 2020 kl. 12:00 - 13:00
Fyrirlestur fyrir félaga FRA
Í fyrirlestrinum mun Salvör Gissurardóttir útskýra það samfélag og þann þekkingarbrunn og verkfæri sem hafa orðið í kringum Wikipedia og á hvaða þróun það er. Hún mun fara í skrif í wikipedia og wikibooks og hvernig gagnabankinn Commons (myndir og fleira) nýtist bæði í skrifum í wikipediaverkefnum en líka öðrum fræðilegum skrifum. Þá mun hún fjalla um outreach verkefni Wikipedia samfélagsins og hvað myndi gagnast íslenskum fræðimönnum og þekkingarleitendum best.
Salvör Gissurardóttir er lektor í upplýsingatækni við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún er upprunalega viðskiptafræðingur en heillaðist af kennslu og tæknibreytingum og gerðist framhaldsskólakennari og síðar námsstjóri í Menntamálaráðuneytinu á þeim tíma sem tölvur voru að kom inn í skóla á Íslandi. Hún fór síðan til University of Iowa til náms í kennslutækni og námsgagnagerð (Instructional Design) og hefur að námi loknu verið starfandi háskólakennari að undanskyldum nokkrum árum þar sem hún starfaði í Forsætisráðuneytinu sem sérfræðingur í þróunarverkefni um íslenska upplýsingasamfélagið.
Salvör hefur tekið þátt í að stofna til og móta ýmis þróunarverkefni sem tengjast upplýsinga- og þekkingarsamfélagi nýrra tíma sem og verið aktívisti í ýmis konar mannréttindahreyfingum, þar af mörgum sem snúast um rétt almennings til aðgengis að menntun og upplýsingum og stafrænu efni og rétt til friðhelgis og frelsis. Hún hefur tekið þátt í ýmis konar stafrænum samfélögum m.a. með bloggpistlum og hefur verið mjög virk í hópi þeirra sem skrifa á íslensku wikipedia (wikipedians) og í alþjóðasamfélagi um opinn aðgang og opið menntaefni. Salvör hefur nokkrum sinnum sótt alþjóðlegar málstofur og árlegar ráðstefnum Wikipedia samfélagsins
Við vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn hlýða á þetta gagnlega erindi Salvarar
Stjórn félags ReykjavíkurAkademíunnar