Vísindafélag Íslendinga bendir í dag á þessa leiðu staðreynd á Facebook síðu sinni:
í nýafstaðinni úthlutun úr Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs féll árangurshlutfallið niður í 14%, sem er enn lægra en Vísindafélagið hafði áætlað í haust og er því orðið svipað því lægsta sem gerðist eftir hrun.
Á sama tíma heldur verðgildi úthlutana áfram að rýrna vegna launa- og verðlagsþróunar. Sú aukning sem varð í fjármögnun sjóðsins árið 2016 hefur því algerlega tapast og er verðgildi úthlutnunarinnar nú það sama og úthlutunarinnar 2015 miðað við launavísitölu.
Við höfum miklar áhyggjur af þessari þróun, þar sem fjárfesting í grunnrannsóknum er forsenda þess að samfélög njóti að fullu þess ábata sem verður af fjárfestingu í rannsóknum og þróun á öllum stigum rannsókna- og nýsköpunarkeðjunnar.
ReykjavíkurAkademían tekur undir áhyggjur stjórnar Vísindafélagsins og bendir jafnframt á að af 55 styrkjum voru eingöngu 2 styrkir í flokki hugvísinda og lista. Þetta þýðir að hlutfall styrkja til hugvísinda af heildarúthlutunarupphæð hefur lækkað úr 18.02% á árinu 2019 í 5.13% á árinu 2020 og af upphæð öndvegis- og verkefnisstyrkja úr 17.23% í 4.16%.
2016 | 2017 | 2018 | 2019 | 2020 | |
Af heildarupphæð | 14.95% | 9.58% | 18.92% | 18.02% | 5.13% |
Af upphæð öndvegis- og verkefnastyrkja | 13.87% | 6.10% | 18.82% | 17.23% | 4.16% |